Hannes Óli gerir upp kynleiðréttingu pabba síns Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:30 "Þetta er fyrst og fremst búið að vera áhugavert en líka ákveðin ögrun,“ segir Hannes Óli um gerð einleiksins Hún pabbi. Vísir/Anton Brink „Vissulega gengur efni einleiksins Hún pabbi nærri mér en ég hef aldrei farið í felur með það,“ segir Hannes Óli Ágústsson leikari, sem upplifði fyrir fáum árum föður sinn breytast í transkonuna Önnu Margréti. Hann er í öflugum sviðslistahópi sem stendur að sýningu um málið í Borgarleikhúsinu annað kvöld, föstudag, klukkan 20. Hannes Óli segir föður sinn, nú Önnu Margréti, hafa verið með í ráðum. „Þó sýningin sé fyrst og fremst mín upplifun af ferlinu urðum við að kafa dýpra í söguna, taka viðtöl við Önnu Margréti og fá aðgang að efni frá henni þannig að hennar rödd skín í gegn. Við komumst að ýmsum hlutum sem ég vissi ekki um, sumt sniðugt en margt miður skemmtilegt. Þetta er fyrst og fremst búin að vera áhugaverð vinna og líka ákveðin ögrun en með henni hef ég komist nær föður mínum.“ Hann var orðinn 28 ára þegar hann vissi að pabbi hans væri í raun kona. Þá tók við langt ferli sem fól í sér skilnað foreldra hans og kynleiðréttingu föður hans. Kom þetta honum allt mjög á óvart? „Ég hafði alveg tekið eftir vísbendingum en ekki unnið úr þeim, það gerðist ekki fyrr en eftir á,“ viðurkennir hann. „Ég hafði óvænt séð pabba í kvenmannsfötum eina nóttina og líka séð ljósmynd. Mig grunaði að þetta væri eitthvert blæti en hafði ekki gert mér grein fyrir hversu djúpstætt málið var. Þegar manneskja upplifir sig í röngu kynhlutverki þá heltekur það líf hennar.“"Pabbi hefur sagt að valið hafi snúist um að koma út eða kála sér. Þannig að þetta var lífsspursmál,“ segir Hannes Óli. Vísir/Anton BrinkÞetta var lífsspursmál Á þeim tíma sem Anna Margrét kom út sem transkona starfaði hún sem öryggisvörður í vöruhóteli Eimskips að sögn Hannesar Óla. „Hún afhjúpaði sig – ég segi ekki í stundarbrjálæði en samt mjög óvænt. Það var skemmtun hjá fyrirtækinu, pabbi var á leiðinni þangað, kominn í jakkafötum út í bíl. Þar leit hann á sig í spegli og hugsaði: þetta gengur ekki lengur, fór inn, klæddi sig í kvenfatnað og dreif sig á staðinn. Þetta var stórt skref og eftir það varð ekki aftur snúið, enda Eimskip risavinnustaður. Þetta gerðist stuttu áður en hún sagði mér hver staðan væri. Þá var hún eitthvað búin að leita sér hjálpar.“ Ekki býst Hannes Óli við að móðir hans komi á sýninguna og kveðst skilja það vel. „Þetta mál snertir auðvitað marga sem finnst þeir hafa verið blekktir allan tímann. Fyrst og fremst er þó manneskja sem gengur í gegnum svona eftir miðjan aldur búin að blekkja sjálfa sig lengi. Pabbi fór sextugur í breytinguna, elsti Íslendingurinn og með þeim elstu í heiminum. Átti konu, tvö börn og barnabörn. Pabbi hefur sagt mér að ef hann hefði talað um þessar tilfinningar í kringum 1970 hefði hann örugglega verið settur á Klepp, eða eitthvað þaðan af verra. Á þeim tíma reyndi fólk að aðlagast norminu. Það var heilmikil ást í sambandi foreldra minna og harmleikur sem fylgdi því að þurfa að slíta hjónabandið.“ Hannes Óli segir mikinn fjölda sjálfsvíga innan þess hóps sem upplifi sömu hluti og faðir hans, jafnvel 50 prósent. „Pabbi hefur sagt að valið hafi snúist um að koma út eða kála sér. Þannig að þetta var lífsspursmál.“Rætt var við Hannes Óla í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun.Samfléttuð sýningSýningin Hún pabbi er sambland af frásögnum Hannesar Óla og minningum og textabrotum héðan og þaðan, ásamt líkamlegri túlkun, að hans sögn. „Ég er einn á sviðinu en verkið er unnið í samvinnu hópsins Trigger Warning sem við höfum myndað kringum það,“ segir Hannes Óli. „Halla Þórlaug Óskarsdóttir er aðalhöfundur handrits en Kara Hergils danshöfundur er frumkvöðull að verkinu og listrænn stjórnandi. Við Kara vorum skólasystkini í Listaháskólanum og vissum hvort af öðru. Þau Þórdís Erla Zoëga, Kjartan Darri Kristjánsson og Andrea Vilhjálmsdóttir vinna líka við sviðssetninguna, Högni Egilsson samdi tónlist fyrir verkið og leikstjóri er Pétur Ármannsson, sem er reyndur í að gera sjálfsævisögulegar sýningar fyrir svið, ein þeirra var um föður hans og hét Dansaðu fyrir mig. Alltaf er gaman að kynnast nýju fólki og það er mikill eldmóður í þessum hópi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. janúar 2017. Menning Tengdar fréttir Óska engum að vera utanveltu Leikverkið Hún pabbi verður fumsýnt í Borgarleikhúsinu í janúar. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með einleik í verkinu, sem fjallar um upplifun hans á kynleiðréttingarferli föður síns. 10. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Vissulega gengur efni einleiksins Hún pabbi nærri mér en ég hef aldrei farið í felur með það,“ segir Hannes Óli Ágústsson leikari, sem upplifði fyrir fáum árum föður sinn breytast í transkonuna Önnu Margréti. Hann er í öflugum sviðslistahópi sem stendur að sýningu um málið í Borgarleikhúsinu annað kvöld, föstudag, klukkan 20. Hannes Óli segir föður sinn, nú Önnu Margréti, hafa verið með í ráðum. „Þó sýningin sé fyrst og fremst mín upplifun af ferlinu urðum við að kafa dýpra í söguna, taka viðtöl við Önnu Margréti og fá aðgang að efni frá henni þannig að hennar rödd skín í gegn. Við komumst að ýmsum hlutum sem ég vissi ekki um, sumt sniðugt en margt miður skemmtilegt. Þetta er fyrst og fremst búin að vera áhugaverð vinna og líka ákveðin ögrun en með henni hef ég komist nær föður mínum.“ Hann var orðinn 28 ára þegar hann vissi að pabbi hans væri í raun kona. Þá tók við langt ferli sem fól í sér skilnað foreldra hans og kynleiðréttingu föður hans. Kom þetta honum allt mjög á óvart? „Ég hafði alveg tekið eftir vísbendingum en ekki unnið úr þeim, það gerðist ekki fyrr en eftir á,“ viðurkennir hann. „Ég hafði óvænt séð pabba í kvenmannsfötum eina nóttina og líka séð ljósmynd. Mig grunaði að þetta væri eitthvert blæti en hafði ekki gert mér grein fyrir hversu djúpstætt málið var. Þegar manneskja upplifir sig í röngu kynhlutverki þá heltekur það líf hennar.“"Pabbi hefur sagt að valið hafi snúist um að koma út eða kála sér. Þannig að þetta var lífsspursmál,“ segir Hannes Óli. Vísir/Anton BrinkÞetta var lífsspursmál Á þeim tíma sem Anna Margrét kom út sem transkona starfaði hún sem öryggisvörður í vöruhóteli Eimskips að sögn Hannesar Óla. „Hún afhjúpaði sig – ég segi ekki í stundarbrjálæði en samt mjög óvænt. Það var skemmtun hjá fyrirtækinu, pabbi var á leiðinni þangað, kominn í jakkafötum út í bíl. Þar leit hann á sig í spegli og hugsaði: þetta gengur ekki lengur, fór inn, klæddi sig í kvenfatnað og dreif sig á staðinn. Þetta var stórt skref og eftir það varð ekki aftur snúið, enda Eimskip risavinnustaður. Þetta gerðist stuttu áður en hún sagði mér hver staðan væri. Þá var hún eitthvað búin að leita sér hjálpar.“ Ekki býst Hannes Óli við að móðir hans komi á sýninguna og kveðst skilja það vel. „Þetta mál snertir auðvitað marga sem finnst þeir hafa verið blekktir allan tímann. Fyrst og fremst er þó manneskja sem gengur í gegnum svona eftir miðjan aldur búin að blekkja sjálfa sig lengi. Pabbi fór sextugur í breytinguna, elsti Íslendingurinn og með þeim elstu í heiminum. Átti konu, tvö börn og barnabörn. Pabbi hefur sagt mér að ef hann hefði talað um þessar tilfinningar í kringum 1970 hefði hann örugglega verið settur á Klepp, eða eitthvað þaðan af verra. Á þeim tíma reyndi fólk að aðlagast norminu. Það var heilmikil ást í sambandi foreldra minna og harmleikur sem fylgdi því að þurfa að slíta hjónabandið.“ Hannes Óli segir mikinn fjölda sjálfsvíga innan þess hóps sem upplifi sömu hluti og faðir hans, jafnvel 50 prósent. „Pabbi hefur sagt að valið hafi snúist um að koma út eða kála sér. Þannig að þetta var lífsspursmál.“Rætt var við Hannes Óla í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun.Samfléttuð sýningSýningin Hún pabbi er sambland af frásögnum Hannesar Óla og minningum og textabrotum héðan og þaðan, ásamt líkamlegri túlkun, að hans sögn. „Ég er einn á sviðinu en verkið er unnið í samvinnu hópsins Trigger Warning sem við höfum myndað kringum það,“ segir Hannes Óli. „Halla Þórlaug Óskarsdóttir er aðalhöfundur handrits en Kara Hergils danshöfundur er frumkvöðull að verkinu og listrænn stjórnandi. Við Kara vorum skólasystkini í Listaháskólanum og vissum hvort af öðru. Þau Þórdís Erla Zoëga, Kjartan Darri Kristjánsson og Andrea Vilhjálmsdóttir vinna líka við sviðssetninguna, Högni Egilsson samdi tónlist fyrir verkið og leikstjóri er Pétur Ármannsson, sem er reyndur í að gera sjálfsævisögulegar sýningar fyrir svið, ein þeirra var um föður hans og hét Dansaðu fyrir mig. Alltaf er gaman að kynnast nýju fólki og það er mikill eldmóður í þessum hópi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. janúar 2017.
Menning Tengdar fréttir Óska engum að vera utanveltu Leikverkið Hún pabbi verður fumsýnt í Borgarleikhúsinu í janúar. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með einleik í verkinu, sem fjallar um upplifun hans á kynleiðréttingarferli föður síns. 10. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Óska engum að vera utanveltu Leikverkið Hún pabbi verður fumsýnt í Borgarleikhúsinu í janúar. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með einleik í verkinu, sem fjallar um upplifun hans á kynleiðréttingarferli föður síns. 10. nóvember 2016 11:00