Kanye West mun sýna Yeezy Season 5 þrátt fyrir erfiðleika Ritstjórn skrifar 5. janúar 2017 19:30 Kanye heldur ótrauður áfram. Mynd/Skjáskot Þegar Kanye West sýndy Yeezy Season 4 línuna í New York seinasta haust fékk hann dræmar viðtökur. Fyrirsæturnar sem gengu fyrir hann voru ýmist að leka niður af hita, með vatnsskort eða fóru úr óþægilegum skóm á miðjum pallinum. Í einu tilfellinu leið meira að segja yfir eina. Þrátt fyrir alla þessa mótvinda ætlar rapparinn sér að sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York í febrúar. Í nóvember var Kanye lagður inn á spítala vegna ofþreytu en hann hefur verið undir miklu álagi seinasta árið. Það er einnig ein af ástæðunum fyrir að ákvörðunin kemur á óvart en margir aðdáendur hans hafa miklar áhyggjur af honum. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla er Kanye þó mun rólegri fyrir þessa tískuviku heldur en þær seinustu. Hann er búinn að skipuleggja færri fundi og er að passa upp á að það sé minna í gangi á þessum tíma. Á sama tíma í fyrra gaf hann út bæði plötu og fatalínu á sama deginum og því fylgdi hellings stress. Mest lesið Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Náttúrulegt og heilbrigt hár stóð uppúr á New York Fashion Week Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour ,,Saint Laurent stelpan er komin til að skemmta sér" Glamour Nauðsynjar í fataskápinn Glamour
Þegar Kanye West sýndy Yeezy Season 4 línuna í New York seinasta haust fékk hann dræmar viðtökur. Fyrirsæturnar sem gengu fyrir hann voru ýmist að leka niður af hita, með vatnsskort eða fóru úr óþægilegum skóm á miðjum pallinum. Í einu tilfellinu leið meira að segja yfir eina. Þrátt fyrir alla þessa mótvinda ætlar rapparinn sér að sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York í febrúar. Í nóvember var Kanye lagður inn á spítala vegna ofþreytu en hann hefur verið undir miklu álagi seinasta árið. Það er einnig ein af ástæðunum fyrir að ákvörðunin kemur á óvart en margir aðdáendur hans hafa miklar áhyggjur af honum. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla er Kanye þó mun rólegri fyrir þessa tískuviku heldur en þær seinustu. Hann er búinn að skipuleggja færri fundi og er að passa upp á að það sé minna í gangi á þessum tíma. Á sama tíma í fyrra gaf hann út bæði plötu og fatalínu á sama deginum og því fylgdi hellings stress.
Mest lesið Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Náttúrulegt og heilbrigt hár stóð uppúr á New York Fashion Week Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour ,,Saint Laurent stelpan er komin til að skemmta sér" Glamour Nauðsynjar í fataskápinn Glamour