Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 19:00 Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Geir Þorsteinsson tilkynnti í dag að hann muni ekki bjóða sig fram til formannsembættis Knattspyrnusambands Íslands eins og hefur verið fjallað um á Vísi í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tíu ár og starfað linnulaust hjá KSÍ undanfarin 24 ár. „Þetta hefur verið langur tími og starfið krefjandi og slítandi. Maður þarf að vera sannfærður um að hafa kraft og dug til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Geir fékk mótframboð seint á síðasta ári þegar Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, tilkynnti framboð sitt. Þá er Björn Einarsson, formaður Víkings, einnig að íhuga framboð. Sjá einnig: Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Geir segir að sú umræða hafi vakið hann til umhugsunar, sem og framboð Guðna. „Það opnaðist líf í framboðsmálum sem ég átti ekki von á eftir gott gengi en þannig er það bara. Þess vegna lagðist ég undir feld á milli jóla og áramóta og hugsaði minn gang. Hvað væri rétt að gera, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Formaðurinn segist ver að skila góðu búi af sér. Bæði hafi knattspyrnulandsliðin aldrei staðið sig betur innan vallarins og að fjármál KSÍ hafi aldrei verið í betra horfi. Hann segir að almenn umræða hafi veirð í knattspyrnuhreyfingunni um að takmarka setu þeirra sem gegna forystuhlutverkum. Það hafi haft sitt að segja. Geir er þó með opinn hug fyrir því að halda framboði sínu til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til streitu. Sjá einnig: Geir telur að hann hefði unnið formannskjörið: „Góðir stjórnunarhættir að stíga til hliðar“ „Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ segir Geir sem segist hafa fengið sterk viðbrögð við ákvörðun sinni. „Það var pressa á mér að halda áfram og ég er að valda mörgum vonbrigðum. En ég verð að vera sáttur við mína ákvörðun sjálfur og ég tel að þetta sé góður tímapunktur til að stíga til hliðar.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira