Í fyrsta sinn í 54 ár er Volvo ekki mest selda bílgerðin í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 16:08 Zlatan Ibrahimovic og Volvo XC70. Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Svo bar við í fyrra að engin af bílgerðum Volvo var söluhæsti bíll ársins í Svíþjóð, heldur var það Volkswagen Golf. Alls seldust 372.296 bílar í Svíþjóð í fyrra og af þeim voru 22.084 af gerðinni Volkswagen Golf, eða tæp 6%. Í öðru sæti var Volvo V70/XC70 með 21.321 bíla selda en af þeirri bílgerð hafði selst 28.613 bílar árið áður og því um talvert minnkandi sölu milli ára, eða um 25,5%. Það skal tekið fram að Volvo S90/V90 leystu af hólmi V70/XC70 bílana á síðasta ári og er sala þeirra meðtalin í þessum tölum. Volvo átti reyndar einnig bílgerðina sem endaði í þriðja sætinu, eða Volvo V60. Samtals er Volvo ennþá með mesta markaðshlutdeild bílframleiðenda með 19,3% heildarmarkaðarins fyrir nýja bíla í fyrra.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent