Dakar rallið hefst á morgun Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 11:41 Dakar rallið hefst ávallt í upphafi árs. Hið árlega Dakar rall hefst á morgun en það er líklega frægasta þolakstursrall heimsins og víst er að margir bíða spenntir eftir upphafi þess, sem ávallt er í byrjun árs. Rallið fer fram í S-Ameríku eins og undanfarin ár, en sökum átaka hefur rallið verið fært til frambúðar frá Afríku til S-Ameríku og fer nú fram í Argentínu og Bólivíu. Margir frægir kappar ræsa bíla sína á morgun og þar á meðal sigurvegarinn í fyrra, Stéphane Peterhansel, en einnig Sebastian Loeb, Cyril Depres og sigurvegarinn frá árinu 2010, Carlos Sainz. Peterhansel mun aka á nýjum bíl frá Peugeot, þ.e. 3008 DKR, en sigurbíll hans í fyrra var Peugeot 2008 DKR. Peterhansel hefur unnið keppnina alls 12 sinnum, bæði á mótorhjóli og á bílum og hefur því fengið viðurnefnið “Herra Dakar”. Víst er að hann mun þó fá harða keppni, ekki síst frá frönskum landa sínum, Sebastian Loeb, sem þreytti frumraun sína í Dakar rallinu á síðasta ári og þótti sýna flotta takta þá en skorti reynsluna sem Peterhansel býr yfir. Sebastian Loeb er nífaldur heimsmeistari í rallmótaröðinni (WRC). Loeb eyðilagði sigurmögleika sína með veltu í fyrra, en segist nú kominn með meiri reynslu í ófærum, en enginn efast um hæfni hans á vegum sem ekki teljast til ófæra. Enginn skildi þó afskrifa enn einn snilldarökumanninn, þ.e. Finnann Mikko Hirvonen, en hann náði fjórða sæti í keppninni í fyrra. Enn einn ágætur ökumaður telst ávallt líklegur en það er Qatar-búinn Nasser A—Attiyah og mætir hann þessu sinni á Toyota Hilux bíl. Tveir aðrir ökumenn þykja einnig líklegir til árangurs, þ.e. Nani Roma og Giniel de Villiers og munu þeir vafalaust gera tilkall til efstu sætanna nú sem fyrr. Fylgst verður með keppninni hér á visir.is en hún stendur frá 3. til 16. janúar.Stéphane Peterhansel á fljúgandi ferð í fyrra á Peugeot bíl sínum. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent
Hið árlega Dakar rall hefst á morgun en það er líklega frægasta þolakstursrall heimsins og víst er að margir bíða spenntir eftir upphafi þess, sem ávallt er í byrjun árs. Rallið fer fram í S-Ameríku eins og undanfarin ár, en sökum átaka hefur rallið verið fært til frambúðar frá Afríku til S-Ameríku og fer nú fram í Argentínu og Bólivíu. Margir frægir kappar ræsa bíla sína á morgun og þar á meðal sigurvegarinn í fyrra, Stéphane Peterhansel, en einnig Sebastian Loeb, Cyril Depres og sigurvegarinn frá árinu 2010, Carlos Sainz. Peterhansel mun aka á nýjum bíl frá Peugeot, þ.e. 3008 DKR, en sigurbíll hans í fyrra var Peugeot 2008 DKR. Peterhansel hefur unnið keppnina alls 12 sinnum, bæði á mótorhjóli og á bílum og hefur því fengið viðurnefnið “Herra Dakar”. Víst er að hann mun þó fá harða keppni, ekki síst frá frönskum landa sínum, Sebastian Loeb, sem þreytti frumraun sína í Dakar rallinu á síðasta ári og þótti sýna flotta takta þá en skorti reynsluna sem Peterhansel býr yfir. Sebastian Loeb er nífaldur heimsmeistari í rallmótaröðinni (WRC). Loeb eyðilagði sigurmögleika sína með veltu í fyrra, en segist nú kominn með meiri reynslu í ófærum, en enginn efast um hæfni hans á vegum sem ekki teljast til ófæra. Enginn skildi þó afskrifa enn einn snilldarökumanninn, þ.e. Finnann Mikko Hirvonen, en hann náði fjórða sæti í keppninni í fyrra. Enn einn ágætur ökumaður telst ávallt líklegur en það er Qatar-búinn Nasser A—Attiyah og mætir hann þessu sinni á Toyota Hilux bíl. Tveir aðrir ökumenn þykja einnig líklegir til árangurs, þ.e. Nani Roma og Giniel de Villiers og munu þeir vafalaust gera tilkall til efstu sætanna nú sem fyrr. Fylgst verður með keppninni hér á visir.is en hún stendur frá 3. til 16. janúar.Stéphane Peterhansel á fljúgandi ferð í fyrra á Peugeot bíl sínum.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent