Hættulegur hvíslleikur Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Íslenska þjóðin er ein stór fjölskylda. Við rífumst innbyrðis en þegar einhver gerir eitthvað á okkar hlut rísum við upp á afturlappirnar, sameinuð, og verjum okkur með kjafti og klóm. Þetta erum við að sjá núna, einu sinni sem oftar, í kringum óhugnaðinn sem er hvarf Birnu Brjánsdóttur. Við erum svo einhuga um að finna stúlkuna eða þá sem mögulega hafa gert eitthvað á hennar hlut að mörgum okkar halda engin bönd. Þetta getur verið fallegt en líka stórhættulegt. Samfélagsmiðlar hafa spilað stóra rullu í þessum harmleik. Þar hafa flestir, sem betur fer, einungis sagt fallega hluti um Birnu og vottað aðstandendum hennar samúð á meðan stúlkan finnst hvergi. Aðrir hafa, eins og samfélagsmiðla er von og vísa, opinberað sig sem fávita og enn aðrir því miður gert illt verra með því að dreifa sögum sem lögreglan hefur þurft að elta. Lögregla þurfti til dæmis í tvígang að eltast við eina gróusögu byggða á almannarómi. Þar var mikilvægum tíma og mannafla eytt í að gera nákvæmlega ekki neitt vegna þess að saga fór af stað sem varð alltaf ýktari og ýktari í hvert skipti sem hún var sögð. Því miður er þetta orðinn stórhættulegur hvíslleikur. Saklaus saga, oftast byggð á sandi, fer í gegnum nokkra aðila á samfélagsmiðlum og er orðin margfalt ótrúlegri þegar búið er að hvísla henni áfram nokkrum sinnum. Fjölmiðlar sem og lögreglan eru látin vita þegar sagan á að heita heilagur sannleikur og þannig vandast verk beggja aðila. Við öll viljum Birnu það besta, en pössum okkur. Þetta er ekki leikur heldur grimmur raunveruleikinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Íslenska þjóðin er ein stór fjölskylda. Við rífumst innbyrðis en þegar einhver gerir eitthvað á okkar hlut rísum við upp á afturlappirnar, sameinuð, og verjum okkur með kjafti og klóm. Þetta erum við að sjá núna, einu sinni sem oftar, í kringum óhugnaðinn sem er hvarf Birnu Brjánsdóttur. Við erum svo einhuga um að finna stúlkuna eða þá sem mögulega hafa gert eitthvað á hennar hlut að mörgum okkar halda engin bönd. Þetta getur verið fallegt en líka stórhættulegt. Samfélagsmiðlar hafa spilað stóra rullu í þessum harmleik. Þar hafa flestir, sem betur fer, einungis sagt fallega hluti um Birnu og vottað aðstandendum hennar samúð á meðan stúlkan finnst hvergi. Aðrir hafa, eins og samfélagsmiðla er von og vísa, opinberað sig sem fávita og enn aðrir því miður gert illt verra með því að dreifa sögum sem lögreglan hefur þurft að elta. Lögregla þurfti til dæmis í tvígang að eltast við eina gróusögu byggða á almannarómi. Þar var mikilvægum tíma og mannafla eytt í að gera nákvæmlega ekki neitt vegna þess að saga fór af stað sem varð alltaf ýktari og ýktari í hvert skipti sem hún var sögð. Því miður er þetta orðinn stórhættulegur hvíslleikur. Saklaus saga, oftast byggð á sandi, fer í gegnum nokkra aðila á samfélagsmiðlum og er orðin margfalt ótrúlegri þegar búið er að hvísla henni áfram nokkrum sinnum. Fjölmiðlar sem og lögreglan eru látin vita þegar sagan á að heita heilagur sannleikur og þannig vandast verk beggja aðila. Við öll viljum Birnu það besta, en pössum okkur. Þetta er ekki leikur heldur grimmur raunveruleikinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun