Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Ritstjórn skrifar 18. janúar 2017 12:00 Donatella Versace hefur ákveðið að Atelier Versace muni ekki sýna á Haute Couture tískuvikunni þetta árið. Hátískuvikan fer fram hvert einasta sumar í París. Það eru aðeins örfá tískuhús sem eru með réttindi til þess að sýna á tískuvikunni. Versace hefur hingað til verið með undanþágu á einni reglunni sem segir að saumastofa tískuhúsanna þurfi að vera í París. Saumastofa Versace er staðsett á Ítalíu. Það verður mikil eftirsjá eftir Atelier Versace en þau opna yfirleitt hátískuvikunna og fjölmargar þekktar fyrirsætur ganga tískupallinn hjá þeim. Talið er að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni enda ansi dýrt að halda uppi sér saumastofu einungis undir hátísku klæðnað. Versace sýnir sex tískusýningar á ári, en þær eru átta talsins ef að Haute Couture eru taldar með. Þær eru allar settar upp undir stjórn Donatellu Versace. Það mun því létta álagið að velja og hafna verkefnum og til verður meiri tími til þess að einbeita sér að öðru. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour
Donatella Versace hefur ákveðið að Atelier Versace muni ekki sýna á Haute Couture tískuvikunni þetta árið. Hátískuvikan fer fram hvert einasta sumar í París. Það eru aðeins örfá tískuhús sem eru með réttindi til þess að sýna á tískuvikunni. Versace hefur hingað til verið með undanþágu á einni reglunni sem segir að saumastofa tískuhúsanna þurfi að vera í París. Saumastofa Versace er staðsett á Ítalíu. Það verður mikil eftirsjá eftir Atelier Versace en þau opna yfirleitt hátískuvikunna og fjölmargar þekktar fyrirsætur ganga tískupallinn hjá þeim. Talið er að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni enda ansi dýrt að halda uppi sér saumastofu einungis undir hátísku klæðnað. Versace sýnir sex tískusýningar á ári, en þær eru átta talsins ef að Haute Couture eru taldar með. Þær eru allar settar upp undir stjórn Donatellu Versace. Það mun því létta álagið að velja og hafna verkefnum og til verður meiri tími til þess að einbeita sér að öðru.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour