Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 20:15 Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan. Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira