Allir bílar Bentley verða Plug-In-Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 11:30 Bentley Continental GT. wikipedia Forstjóri lúxusbílaframleiðandans Bentley, Wolfgang Duerheimer, greindi frá áformum fyrirtækisins að bjóða brátt allar sínar bílgerðir með rafmótorum auk bensínvéla, þ.e. sem Plug-In-Hybrid bíla. Þetta sagði hann á Automotive News World Congress í Detroit í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Fyrstur bíla Bentley til að fá rafmótora verður Bentayga jeppinn nýi sem fást mun þannig strax á næsta ári. Wolfgang Duerheimer segir að Plug-In-Hybrid tæknin sé afar hentug lausn fyrir bíla framtíðarinnar og hefur þá kosti að bjóða akstur eingöngu á rafmagni í borgum og notkun brunavélar fyrir akstur á lengri leiðum. Það sé heppilegt í ljósi þess að í mörgum af borgum Evrópu og víðar verði mengandi akstur bíla bannaður eftir nokkur ár, en svo muni ekki verða í dreifðari byggðum og þar sé bensínvélin enn heppileg vegna langdrægni. Þetta eigi ekki síst við í Bandaríkjunum þar sem vegalengdir milli staða séu langar. Næsti bíll á eftir Bentayga verður svo Bentley Continental GT sem fá mun V6 vél auk rafmótora. Með þeim drifbúnaði verður bíllinn ámóta öflugur og með núverandi V8 vél. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent
Forstjóri lúxusbílaframleiðandans Bentley, Wolfgang Duerheimer, greindi frá áformum fyrirtækisins að bjóða brátt allar sínar bílgerðir með rafmótorum auk bensínvéla, þ.e. sem Plug-In-Hybrid bíla. Þetta sagði hann á Automotive News World Congress í Detroit í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Fyrstur bíla Bentley til að fá rafmótora verður Bentayga jeppinn nýi sem fást mun þannig strax á næsta ári. Wolfgang Duerheimer segir að Plug-In-Hybrid tæknin sé afar hentug lausn fyrir bíla framtíðarinnar og hefur þá kosti að bjóða akstur eingöngu á rafmagni í borgum og notkun brunavélar fyrir akstur á lengri leiðum. Það sé heppilegt í ljósi þess að í mörgum af borgum Evrópu og víðar verði mengandi akstur bíla bannaður eftir nokkur ár, en svo muni ekki verða í dreifðari byggðum og þar sé bensínvélin enn heppileg vegna langdrægni. Þetta eigi ekki síst við í Bandaríkjunum þar sem vegalengdir milli staða séu langar. Næsti bíll á eftir Bentayga verður svo Bentley Continental GT sem fá mun V6 vél auk rafmótora. Með þeim drifbúnaði verður bíllinn ámóta öflugur og með núverandi V8 vél.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent