BMW Group aldrei selt fleiri farartæki Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2017 15:31 BMW 7-línan gerði það gott á síðasta ári og jókst salan um 69,2% á milli ára. Sala BMW Group var á síðasta ári meiri en nokkru sinni áður, sjötta árið í röð, er 2.367.603 farartæki voru afhent viðskiptavinum, 5,3% fleiri en 2015. Samstæðan er leiðandi í framleiðslu gæðabíla á heimsvísu, hvort sem litið er til BMW, MINI eða Rolls-Royce. Auk bílamerkjanna tilheyrir mótorhjólaframleiðandinn BMW Motorrad samstæðunni og þar varð einnig söluaukning á árinu. Sé aðeins litið til Evrópu seldi samstæðan í fyrsta sinn rúmlega eina milljón bíla af gerðinni BMW og MINI, 9,2% fleiri en 2015. Mest varð aukningin á Spáni, um 21% þar sem rúmlega 55 þúsund bílar voru afhentir. Þá kom Ítalía með tæplega 18% aukningu og tæplega 84 þúsund selda bíla á meðan salan jókst um 9,2% í Bretlandi þar sem flestir bílar seldust á því markaðssvæði í Evrópu, rúmlega 250 þúsund bílar frá BMW og MINI.X-línan einkenndi söluna 2016 Í fyrsta sinn í sögunni fór árleg bílasala BMW yfir tvær milljónir eintaka, en alls seldi BMW 2.003.359 bíla á síðasta ári, 5,2% fleiri en 2015. Þetta kom m.a. fram í máli Dr Ian Robertson, sem situr í stjórn BMW AG, í ræðu sem hann hélt við upphaf bílasýningarinnar sem nú er hafin í Detroit. Á öllum helstu markaðssvæðunum einkenndist sala BMW af jákvæðum viðtökum á fjórhjóladrifnu sportjeppum X- línunnar. Á árinu var einn af hverjum þremur seldum bílum úr X-línunni og seldust alls 644.992 slíkir, 22,3% fleiri en 2015. Þá einkenndist árið einnig af mikilli söluaukningu á BMW 2 Series þar sem salan fór upp um 24,8% á heimsvísu. Auk þess jókst sala á flaggskipinu BMW 7 Series um 69,2% þar sem 61.514 bílar voru afhentir. Í næsta mánuði hefst sala á nýrri línu BMW 5 Series í Evrópu og er gert ráð fyrir að 5 Series setji mjög svip sinn á sölu BMW á þessu ári.Rafvæddir bílar sækja fast Alls seldi BMW 62 þúsund rafvædda bíla á síðasta ári og jókst sala þeirra jafnt og þétt allt árið í fyrra eftir því sem fleiri tegundir slíkra bíla frá BMW komu á markaðinn. Framleiðandinn býður nú alls sjö gerðir með rafmótor, fleiri en nokkur annar bílaframleiðandi, og fór eitt hundruð þúsundasti rafvæddi bíllinn frá BMW á götuna í nóvember. Á næstunni bætir BMW Group svo við BMW 5 Series og MINI Countryman, sem báðir verða Plug-In-Hybrid bílar. Að sögn Robertson einkennist alþjóðleg bílasala nú mjög af sölu rafvæddra bíla, bæði hreinna rafmagnsbíla eins og BMW i3 og tvinnbíla eins og BMW X5 Plug in Hybrid.MINI og Rolls-Royce Hjá MINI seldust alls 360.233 bílar á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni áður og nam aukningin 6,4% frá 2015. Segir Peter Schwarzenbauer, stjórnarmaður í BMW AG sem ábyrgur er fyrir sölu MINI, Rolls-Royce og BMW Motorrad, að sölumet MINI sé til marks um að framleiðandinn sé á réttri leið, þar sem tvær nýjar gerðir, Cabrio og Clubman, eiga stóran þátt í velgengninni á síðasta ári. Hann segir Rolls-Royce einnig á sömu braut, en árið í fyrra var það næst besta í 113 ára sögu fyrirtækisins. Alls voru seldir 4.011 Rolls-Royce á árinu, 6% fleiri en 2015. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent
Sala BMW Group var á síðasta ári meiri en nokkru sinni áður, sjötta árið í röð, er 2.367.603 farartæki voru afhent viðskiptavinum, 5,3% fleiri en 2015. Samstæðan er leiðandi í framleiðslu gæðabíla á heimsvísu, hvort sem litið er til BMW, MINI eða Rolls-Royce. Auk bílamerkjanna tilheyrir mótorhjólaframleiðandinn BMW Motorrad samstæðunni og þar varð einnig söluaukning á árinu. Sé aðeins litið til Evrópu seldi samstæðan í fyrsta sinn rúmlega eina milljón bíla af gerðinni BMW og MINI, 9,2% fleiri en 2015. Mest varð aukningin á Spáni, um 21% þar sem rúmlega 55 þúsund bílar voru afhentir. Þá kom Ítalía með tæplega 18% aukningu og tæplega 84 þúsund selda bíla á meðan salan jókst um 9,2% í Bretlandi þar sem flestir bílar seldust á því markaðssvæði í Evrópu, rúmlega 250 þúsund bílar frá BMW og MINI.X-línan einkenndi söluna 2016 Í fyrsta sinn í sögunni fór árleg bílasala BMW yfir tvær milljónir eintaka, en alls seldi BMW 2.003.359 bíla á síðasta ári, 5,2% fleiri en 2015. Þetta kom m.a. fram í máli Dr Ian Robertson, sem situr í stjórn BMW AG, í ræðu sem hann hélt við upphaf bílasýningarinnar sem nú er hafin í Detroit. Á öllum helstu markaðssvæðunum einkenndist sala BMW af jákvæðum viðtökum á fjórhjóladrifnu sportjeppum X- línunnar. Á árinu var einn af hverjum þremur seldum bílum úr X-línunni og seldust alls 644.992 slíkir, 22,3% fleiri en 2015. Þá einkenndist árið einnig af mikilli söluaukningu á BMW 2 Series þar sem salan fór upp um 24,8% á heimsvísu. Auk þess jókst sala á flaggskipinu BMW 7 Series um 69,2% þar sem 61.514 bílar voru afhentir. Í næsta mánuði hefst sala á nýrri línu BMW 5 Series í Evrópu og er gert ráð fyrir að 5 Series setji mjög svip sinn á sölu BMW á þessu ári.Rafvæddir bílar sækja fast Alls seldi BMW 62 þúsund rafvædda bíla á síðasta ári og jókst sala þeirra jafnt og þétt allt árið í fyrra eftir því sem fleiri tegundir slíkra bíla frá BMW komu á markaðinn. Framleiðandinn býður nú alls sjö gerðir með rafmótor, fleiri en nokkur annar bílaframleiðandi, og fór eitt hundruð þúsundasti rafvæddi bíllinn frá BMW á götuna í nóvember. Á næstunni bætir BMW Group svo við BMW 5 Series og MINI Countryman, sem báðir verða Plug-In-Hybrid bílar. Að sögn Robertson einkennist alþjóðleg bílasala nú mjög af sölu rafvæddra bíla, bæði hreinna rafmagnsbíla eins og BMW i3 og tvinnbíla eins og BMW X5 Plug in Hybrid.MINI og Rolls-Royce Hjá MINI seldust alls 360.233 bílar á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni áður og nam aukningin 6,4% frá 2015. Segir Peter Schwarzenbauer, stjórnarmaður í BMW AG sem ábyrgur er fyrir sölu MINI, Rolls-Royce og BMW Motorrad, að sölumet MINI sé til marks um að framleiðandinn sé á réttri leið, þar sem tvær nýjar gerðir, Cabrio og Clubman, eiga stóran þátt í velgengninni á síðasta ári. Hann segir Rolls-Royce einnig á sömu braut, en árið í fyrra var það næst besta í 113 ára sögu fyrirtækisins. Alls voru seldir 4.011 Rolls-Royce á árinu, 6% fleiri en 2015.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent