Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Mustafa Kemal Atatürk á árunum fyrir seinna stríð, hefur einn maður verð eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu.
Frá hinu misheppnaða valdaráni í sumar hefur Erdogan þaggað niður í gagnrýnendum sínum og staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum í tyrkneska hernum og meðal emættismanna, kennara og fjölmiðla.
Meðal annars fela breytingarnar í sér að þinginu verður ekki lengur kleift að rannsaka ráðuneyti og ríkisstjórn Tyrklands.
Þingmaður stjórnarandstöðunnar hafði sakað meirihlutann um skemmdarverk á meðan slökkt væri á myndavélum þingsalsins. Aðrir þingmenn mynduðu þá hring utan um pontuna og tóku höndum saman í mótmælum. Slagsmálin hófust skömmu seinna.
Breytingarnar voru þó samþykktar í dag.