Fréttastofa 365 mun blása til aukafréttatíma á Vísi.is og á Stöð 2 klukkan 13.20 þar sem bein útsending frá fyrsta ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum verður í brennidepli.
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð.
Í fréttatímanum verða vendingar stjórnmálanna síðastliðinn sólarhring reifaðar, gangandi vegfarendur verða teknir tali og spurðir álits á hinni nýju ríkisstjórn ásamt því að fréttamaður okkar verður á Bessastöðum og greinir frá öllu því sem fyrir augu ber.
Allt þetta og meira til í aukafréttatíma Vísis og Stöðvar 2 sem hefst sem fyrr segir klukkan 13.20.
Bein útsending: Aukafréttatími á Stöð 2 og Vísi klukkan 13:20
Tengdar fréttir

Sjö nýir ráðherrar
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð.

Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum
Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku.

Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn
Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.