Mercedes Benz framúr BMW í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 09:15 Þýsku lúxusbílaframleiðendurnir þrír, Benz, BMW og Audi eru allir með kringum 2 milljón bíla sölu í fyrra. Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent
Eftir 12 ára veru sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims hefur BMW nú fallið í annað sætið á eftir Mercedes Benz. Benz náði að selja 2,08 milljón bíla í fyrra og þó svo að endanlega sölutölur frá BMW séu ekki ljósar enn þá er alveg víst að Benz hefur tekið framúr BMW þetta árið. Þegar nóvembertölurnar voru ljósar hafði Mercedes Benz tæplega 70.000 bíla forskot á BMW, en þá hafði Benz selt 1.893.619 bíla á móti 1.824.490 bílum BMW. Í þriðja sæti kom svo Audi með rétt um 1,8 milljón bíla sölu. Vöxtur Mercedes Benz í sölu hefur á síðustu árum verið nokkru meiri en hjá bæði BMW og Audi og allar líkur eru á því að Benz sé komið á toppinn til að vera og láta þessa kórónu ekki svo auðveldlega af hendi á næstu árum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent