Fyrsta græna vinnuvélin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2017 08:45 Komatsu vélin vistvæna. Til að takast á við hlýnun jarðar og hækkandi eldsneytisverð hafa stærstu framleiðendur heims komið fram með ýmsar nýjungar í vöruúrvali sínu og má þar helst nefna Hybrid bifreiðar. Hybrid vélar eru þó ekki einungis í bifreiður þar sem Komatsu hafa boðið uppá Hybrid lausn í mörg ár en aldrei hefur neinn íslenskur verktaki látið slag standa og pantað svoleiðis vél, fyrr en nú! Á sviði vinnuvéla voru Komatsu fyrstir á markaðinn Hybrid lausn árið 2008. Þó svo að fyrsta vélin hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 2008 þá hafa Komatsu verið í þróunnarvinnu við Hybrid vélar allt frá árinu 1999. Síðan þá hefur verið stöðug þróun og í dag eru yfir 3.500 Hybrid vélar frá Komatsu í notkun um allan heim.20-30% eyðslugrennri Í síðasta mánuði kom svo fyrsta græna vinnuvélin svo hingað til landsins og er um að ræða Komatsu HB365LC-3 sem er 36 tonna beltagrafa. Þessi umrædda vél er að meðaltali 7% dýrari en sambærileg eldsneytisvél en þá kemur á móti að eldsneytiskostnaður er um það bil 20-30% lægri. Miðað við hefðbundna ársnotkun má áætla að það taki 18 mánuði fyrir eldsneytissparnaðinn að ná uppí 7% dýrara vöruverð, allt eftir það er hreinn sparnaður og umhverfisvænn útblástur.Seldu aðra á frumsýningunni Í stuttu máli eru Hybrid vélarnar alveg eins og hefðbundnar beltagröfur nema þegar kemur að snúning vélarinnar, þar notast Hybrid vélin eingöngu við rafmagnsmótor sem hleður inná sig við mokstur vélarinnar. Í tilefni þess að Kraftvélar fengu fyrstu grænu vinnuvélina til landsins þá ákváð fyrirtækið að efna til boðskvölds og bjóða áhugasöumum aðilum sem gætu haft áhuga á þessari vél, að koma og skoða hana. Kynningarkvöldið tókst með eindæmum vel og seldi Kraftvélar aðra Hybrid vél á sýningunni og er sú vél væntanleg til landsins snemma á þessu ári.Við frumsýningu vélarinnar seldist strax önnur slík. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent
Til að takast á við hlýnun jarðar og hækkandi eldsneytisverð hafa stærstu framleiðendur heims komið fram með ýmsar nýjungar í vöruúrvali sínu og má þar helst nefna Hybrid bifreiðar. Hybrid vélar eru þó ekki einungis í bifreiður þar sem Komatsu hafa boðið uppá Hybrid lausn í mörg ár en aldrei hefur neinn íslenskur verktaki látið slag standa og pantað svoleiðis vél, fyrr en nú! Á sviði vinnuvéla voru Komatsu fyrstir á markaðinn Hybrid lausn árið 2008. Þó svo að fyrsta vélin hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 2008 þá hafa Komatsu verið í þróunnarvinnu við Hybrid vélar allt frá árinu 1999. Síðan þá hefur verið stöðug þróun og í dag eru yfir 3.500 Hybrid vélar frá Komatsu í notkun um allan heim.20-30% eyðslugrennri Í síðasta mánuði kom svo fyrsta græna vinnuvélin svo hingað til landsins og er um að ræða Komatsu HB365LC-3 sem er 36 tonna beltagrafa. Þessi umrædda vél er að meðaltali 7% dýrari en sambærileg eldsneytisvél en þá kemur á móti að eldsneytiskostnaður er um það bil 20-30% lægri. Miðað við hefðbundna ársnotkun má áætla að það taki 18 mánuði fyrir eldsneytissparnaðinn að ná uppí 7% dýrara vöruverð, allt eftir það er hreinn sparnaður og umhverfisvænn útblástur.Seldu aðra á frumsýningunni Í stuttu máli eru Hybrid vélarnar alveg eins og hefðbundnar beltagröfur nema þegar kemur að snúning vélarinnar, þar notast Hybrid vélin eingöngu við rafmagnsmótor sem hleður inná sig við mokstur vélarinnar. Í tilefni þess að Kraftvélar fengu fyrstu grænu vinnuvélina til landsins þá ákváð fyrirtækið að efna til boðskvölds og bjóða áhugasöumum aðilum sem gætu haft áhuga á þessari vél, að koma og skoða hana. Kynningarkvöldið tókst með eindæmum vel og seldi Kraftvélar aðra Hybrid vél á sýningunni og er sú vél væntanleg til landsins snemma á þessu ári.Við frumsýningu vélarinnar seldist strax önnur slík.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent