Peugeot skrópar á Frankfürt Motor Show Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 14:15 Peugeot 3008 á síðustu bílasýningu í París. Æ algengara virðist að stóriri bílaframleiðendur sniðgangi stærsti bílasýningar heimsins. Franski bílaframleiðandinn Peugeot hefur nú tilkynnt að fyrirtækið ætli ekki að sýna bíla sína á komandi bílasýningu í Frankfürt á næsta ári. Það gerir Peugoet vegna þess að fyrirtækið vill leggja meiri fjármuni í markaðssetningu á netinu og með því þurfi að spara í öðrum markaðskostnaði, þar á meðal þáttttöku á bílsýningum. Hjá Peugeot hefur markaðskostnaður á netinu hækkað frá 15% í 30% á undanförnum þremur árum og til stendur að hækka hann í 50% við enda þessa áratugar. Peugeot hefur einnig sagt að fyrirtækið vilji frekar verja fjármunum í sýningar á bílum sínum þar sem tilvonadi kaupendur geta prófað bíla þeirra, en það er ekki hægt á bílasýningum eins og í Frankfürt. Enn eins ástæða þess að Peugeot sniðgengur bílasýninguna í Frankfürt er sú að markaðshlutdeild Peugeot í Þýskalandi er aðeins 1,7%. Peugoet mun væntanlega seint sniðganga bílasýninguna stóru í París sem haldin er annaðhvort ár. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent
Æ algengara virðist að stóriri bílaframleiðendur sniðgangi stærsti bílasýningar heimsins. Franski bílaframleiðandinn Peugeot hefur nú tilkynnt að fyrirtækið ætli ekki að sýna bíla sína á komandi bílasýningu í Frankfürt á næsta ári. Það gerir Peugoet vegna þess að fyrirtækið vill leggja meiri fjármuni í markaðssetningu á netinu og með því þurfi að spara í öðrum markaðskostnaði, þar á meðal þáttttöku á bílsýningum. Hjá Peugeot hefur markaðskostnaður á netinu hækkað frá 15% í 30% á undanförnum þremur árum og til stendur að hækka hann í 50% við enda þessa áratugar. Peugeot hefur einnig sagt að fyrirtækið vilji frekar verja fjármunum í sýningar á bílum sínum þar sem tilvonadi kaupendur geta prófað bíla þeirra, en það er ekki hægt á bílasýningum eins og í Frankfürt. Enn eins ástæða þess að Peugeot sniðgengur bílasýninguna í Frankfürt er sú að markaðshlutdeild Peugeot í Þýskalandi er aðeins 1,7%. Peugoet mun væntanlega seint sniðganga bílasýninguna stóru í París sem haldin er annaðhvort ár.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent