Næst besta ár Ford Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2017 10:38 525 milljarða króna hagnaður var af rekstri Ford í fyrra. Bílaframleiðandinn Ford greindi í gær frá afkomu sinni á síðasta ári og kom í ljós að árið var það næst besta frá upphafi hvað hagnað varðar, en metárið var í fyrra. Undarlegt má þó þykja að þó svo þessi góði árangur hafi náðst var tap af síðasta ársfjórðungnum í fyrra. Heildarhagnaður Ford í fyrra var 525 milljarðar króna og veltan 17.300 milljarðar króna og jókst um 1,3% frá árinu áður. Því var hagnaður af veltu um 3%, sem er umtalsvert minni hagnaðarhlutdeild en t.d. hjá flestum þýskum bílaframleiðendum. Ford er með 7,6% markaðshlutdeild af öllum bílamarkaði heimsins og minnkaði hlutur Ford um 0,1% á milli ára. Mjög vel gekk á Evrópumarkaði og í Asíu í fyrra og varð methagnaður af sölunni í Evrópu og sá næstmesti frá upphafi í Asíu. Verr gekk þó á mörkuðunum í S-Ameríku, Miðausturlöndum og í Afríku og minnkaði sala á öllum þeim mörkuðum í fyrra á milli ára. Ford spáir því að minni hagnaður verði af rekstri þessa árs en í fyrra og mun það stafa af mestu af miklum fjárfestingum í ár. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Bílaframleiðandinn Ford greindi í gær frá afkomu sinni á síðasta ári og kom í ljós að árið var það næst besta frá upphafi hvað hagnað varðar, en metárið var í fyrra. Undarlegt má þó þykja að þó svo þessi góði árangur hafi náðst var tap af síðasta ársfjórðungnum í fyrra. Heildarhagnaður Ford í fyrra var 525 milljarðar króna og veltan 17.300 milljarðar króna og jókst um 1,3% frá árinu áður. Því var hagnaður af veltu um 3%, sem er umtalsvert minni hagnaðarhlutdeild en t.d. hjá flestum þýskum bílaframleiðendum. Ford er með 7,6% markaðshlutdeild af öllum bílamarkaði heimsins og minnkaði hlutur Ford um 0,1% á milli ára. Mjög vel gekk á Evrópumarkaði og í Asíu í fyrra og varð methagnaður af sölunni í Evrópu og sá næstmesti frá upphafi í Asíu. Verr gekk þó á mörkuðunum í S-Ameríku, Miðausturlöndum og í Afríku og minnkaði sala á öllum þeim mörkuðum í fyrra á milli ára. Ford spáir því að minni hagnaður verði af rekstri þessa árs en í fyrra og mun það stafa af mestu af miklum fjárfestingum í ár.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent