Hannes opnar sig um kynleiðréttingu föður síns: „Fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Hannes Óli og Anna Margrét í þættinum 19:10 á Stöð 2 í gær. Hannes Óli Ágústsson, leikari, segist hafa verið lengi að meðtaka breytingarnar sem urðu þegar faðir hans gekkst undir kyn leiðréttingaferli og nú nokkrum árum síður stendur hann á fjölum Borgarleikhússins og tjáir þessa reynslu sína á sviði. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hannes Óla og Önnu Margréti Grétarsdóttur, föður hans. Anna Margrét fæddist karlamaður og lifði sem Ágúst Már Grétarsson fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs að mestu leyti ekkert frábrugðið líf íslensks fjölskylduföðurs fyrir utan leyndarmál sem fáir vissu af. „Þegar maður var að fara eitthvað erlendis á vegum fyrirtækisins þá var maður alltaf með eitthvað lítið í horninu á töskunni, svona smá búningur,“ segir Anna Margrét. Hún passaði sig þá alltaf á því að vera bara ein, og ekki meðal fólks. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún hafi verið í röngum líkama. „Ég var svona 15-16 ára. Þá allavega fara koma hugmyndir um það hvað sé í gangi með mig.“ Anna starfar í dag á hjúkrunarheimili í Reykjavík og er glöð með lífið og tilveruna. Sonur hennar Hannes Óli Ágústsson frumsýndi á dögunum nýtt leikrit sem byggt er á sögu Önnu og heitir Hún pabbi. Hannes segir að ferlið hafi verið nokkuð snúið fyrst um sinn fyrir fjölskylduna.Bara venjulegur karl „Ég leit alltaf á pabba sem ótrúlega venjulegan karl og var fjölskyldulífið bara ofboðslega normal,“ segir Hannes Óli. Hannes sá pabba sinn óvart í kvenmannsfötum óvart árið 2005. „Það var algjörlega óvart og þá var ég bara ein heima. Ég nýtti tækifærið til að punta mig pínulítið,“ segir Anna. „Vissulega brá manni töluvert en ég hafði reyndar áður fundið ljósmynd á heimilistölvunni sem gaf til kynna að það væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi í gangi.“ Það var síðan í október 2009 sem Anna tók ákvörðun um að mæta í fyrsta sinn opinberlega klædd í kvenmannsföt. Eftir það var ekki aftur snúið. „Það var eins og sálfræðingurinn minn sagði við mig á sínum tíma. Þjóðin veit þegar þrír vita. Þarna var internetið vissulega komið og Facebook og símar með myndavélum. Þetta sprakk allt bara framan í mig.“Bauð syni sínum á kaffihús Pabbi Hannesar boðaði son sinn á fund til að segja honum frá málinu. „Pabbi hringi í mig og biður mig um að hitta sig á kaffihúsi. Það var mjög óvanalegt og mér svona datt í hug að það ætti að segja mér einhverjar fréttir. Eitt af því fyrsta sem poppaði upp í hugann minn var eitthvað tengt þessu. Þetta voru vissulega mjög stórar fréttir en ég tók þessu samt bara mjög vel.“ Hannes segir að hann hafi alltaf verið nokkuð opinn fyrir málinu. Anna segir að það hafi tekið alveg gríðarlega mikið á að segja fjölskyldunni formlega frá. „Þetta er ekkert sem þú ert að gera að gamni þínu og þetta er eitthvað sem er búið að hvíla á þér í marga áratugi. Þú ert búin að vera í felum, þú ert búin að vera ljúga að fólki í öll þessi ár. Ég held stundum hlutunum fast að mér, þó svo að ég sé frekar opin líka,“ segir Anna.Lengi að meðtaka „Fyrst er maður rosalega lengi að meðtaka þetta og bara hugsa um þetta. Ég hugsaði samt strax að ef þetta væri svona, þá myndi ég ekki vilja halda þessu leyndu fyrir fólki. Ég hef alltaf verið tilbúinn að opna á þetta. Auðvitað eru allskonar leiðindi sem fylgja þessu eins og skilnaður foreldra minna og alveg nýtt fjölskylduminnstur að einhverju leyti.“ Hannes segir að þegar árin liðu varð þetta alltaf meira og meira eðlilegt fyrir hann. „í daglegu lífi finn ég mest fyrir þessu þegar ég ruglast á persónufornöfnum og beygingum orðum. Það er kannski stóri lærdómurinn í þessu, það verður voðalega lítil karakterbreyting á pabba mínum. Þetta er ennþá sama manneskjan, með öllum sínum kostum og göllum.“ Pabbi Hannesar hélt áfram að vera pabbi hans. „Ég sagði alltaf bara pabbi og hún sagði ekki neitt. Mér finnst liggur við ekki taka því að breyta úr þessu. Pabbi er bara pabbi minn og ég á mömmu líka. Ég fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt.“ Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hannes Óli Ágústsson, leikari, segist hafa verið lengi að meðtaka breytingarnar sem urðu þegar faðir hans gekkst undir kyn leiðréttingaferli og nú nokkrum árum síður stendur hann á fjölum Borgarleikhússins og tjáir þessa reynslu sína á sviði. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hannes Óla og Önnu Margréti Grétarsdóttur, föður hans. Anna Margrét fæddist karlamaður og lifði sem Ágúst Már Grétarsson fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs að mestu leyti ekkert frábrugðið líf íslensks fjölskylduföðurs fyrir utan leyndarmál sem fáir vissu af. „Þegar maður var að fara eitthvað erlendis á vegum fyrirtækisins þá var maður alltaf með eitthvað lítið í horninu á töskunni, svona smá búningur,“ segir Anna Margrét. Hún passaði sig þá alltaf á því að vera bara ein, og ekki meðal fólks. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún hafi verið í röngum líkama. „Ég var svona 15-16 ára. Þá allavega fara koma hugmyndir um það hvað sé í gangi með mig.“ Anna starfar í dag á hjúkrunarheimili í Reykjavík og er glöð með lífið og tilveruna. Sonur hennar Hannes Óli Ágústsson frumsýndi á dögunum nýtt leikrit sem byggt er á sögu Önnu og heitir Hún pabbi. Hannes segir að ferlið hafi verið nokkuð snúið fyrst um sinn fyrir fjölskylduna.Bara venjulegur karl „Ég leit alltaf á pabba sem ótrúlega venjulegan karl og var fjölskyldulífið bara ofboðslega normal,“ segir Hannes Óli. Hannes sá pabba sinn óvart í kvenmannsfötum óvart árið 2005. „Það var algjörlega óvart og þá var ég bara ein heima. Ég nýtti tækifærið til að punta mig pínulítið,“ segir Anna. „Vissulega brá manni töluvert en ég hafði reyndar áður fundið ljósmynd á heimilistölvunni sem gaf til kynna að það væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi í gangi.“ Það var síðan í október 2009 sem Anna tók ákvörðun um að mæta í fyrsta sinn opinberlega klædd í kvenmannsföt. Eftir það var ekki aftur snúið. „Það var eins og sálfræðingurinn minn sagði við mig á sínum tíma. Þjóðin veit þegar þrír vita. Þarna var internetið vissulega komið og Facebook og símar með myndavélum. Þetta sprakk allt bara framan í mig.“Bauð syni sínum á kaffihús Pabbi Hannesar boðaði son sinn á fund til að segja honum frá málinu. „Pabbi hringi í mig og biður mig um að hitta sig á kaffihúsi. Það var mjög óvanalegt og mér svona datt í hug að það ætti að segja mér einhverjar fréttir. Eitt af því fyrsta sem poppaði upp í hugann minn var eitthvað tengt þessu. Þetta voru vissulega mjög stórar fréttir en ég tók þessu samt bara mjög vel.“ Hannes segir að hann hafi alltaf verið nokkuð opinn fyrir málinu. Anna segir að það hafi tekið alveg gríðarlega mikið á að segja fjölskyldunni formlega frá. „Þetta er ekkert sem þú ert að gera að gamni þínu og þetta er eitthvað sem er búið að hvíla á þér í marga áratugi. Þú ert búin að vera í felum, þú ert búin að vera ljúga að fólki í öll þessi ár. Ég held stundum hlutunum fast að mér, þó svo að ég sé frekar opin líka,“ segir Anna.Lengi að meðtaka „Fyrst er maður rosalega lengi að meðtaka þetta og bara hugsa um þetta. Ég hugsaði samt strax að ef þetta væri svona, þá myndi ég ekki vilja halda þessu leyndu fyrir fólki. Ég hef alltaf verið tilbúinn að opna á þetta. Auðvitað eru allskonar leiðindi sem fylgja þessu eins og skilnaður foreldra minna og alveg nýtt fjölskylduminnstur að einhverju leyti.“ Hannes segir að þegar árin liðu varð þetta alltaf meira og meira eðlilegt fyrir hann. „í daglegu lífi finn ég mest fyrir þessu þegar ég ruglast á persónufornöfnum og beygingum orðum. Það er kannski stóri lærdómurinn í þessu, það verður voðalega lítil karakterbreyting á pabba mínum. Þetta er ennþá sama manneskjan, með öllum sínum kostum og göllum.“ Pabbi Hannesar hélt áfram að vera pabbi hans. „Ég sagði alltaf bara pabbi og hún sagði ekki neitt. Mér finnst liggur við ekki taka því að breyta úr þessu. Pabbi er bara pabbi minn og ég á mömmu líka. Ég fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt.“
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira