Ólík og áhugaverð sjónarhorn í boði á ráðstefnu á Íslandi um lyfjamál í íþróttaheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 16:45 Michael Rasmussen í gulu treyjunni í Tour de France árið 1997. Hann flytur athyglisverðlan fyrirlestur á ráðstefnu um lyfjamál. Vísir/Getty Þrír fyrirlesarar með mjög ólíka aðkomu að lyfjamálum í íþróttum verða með fyrirlestur á ráðstefna um lyfjamál íþróttahreyfingarinnar sem haldin verður á fimmtudaginn í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er hluti af WOW Reykjavik International Games 2017. Einn af fyrirlesurunum þremur er Hajo Seppelt. Seppelt er rannsóknarblaðamaður sem starfar m.a. fyrir ARD, er sá sem gerði heimildarmyndirnar í samvinnu við rússnesku uppljóstrarana sem á sínum tíma komu upp um stórfellt misferli. Síðar kom í ljós að umsvifin voru meiri en fyrst var talið, enda var stórum hluta rússneskra íþróttamanna meinuð þátttaka á ÓL í Ríó. Úr allt annarri átt kemur síðan fyrrum Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Hann keppti á sama tíma og Lance Armstrong. Þriðji erlendi fyrirlesarinn er síðan Dr. Ron Maughan sem er sérfræðingur í íþróttanæringarfræði og fæðubótarefni og hefur leitt þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) frá árinu 2002. Hann mun fjalla um hætturnar við notkun fæðubótarefna í sínu erindi. Hvað ber íþróttamönnum að varast og hafa í huga þegar þeir neyta fæðubótarefna? Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnunni sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík þann 26. janúar næstkomandi frá klukkan 17.30 til 20.30. Það er hægt að skrá sig á ráðstefnuna fram að miðnætti 25. janúar.Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir tveimur ráðstefnum um íþróttatengd málefni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sex erlendir fyrirlesarar munu flytja áhugaverð erindi á ensku. Það má finna allt um þessar tvær ráðstefnur hér. Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Þrír fyrirlesarar með mjög ólíka aðkomu að lyfjamálum í íþróttum verða með fyrirlestur á ráðstefna um lyfjamál íþróttahreyfingarinnar sem haldin verður á fimmtudaginn í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er hluti af WOW Reykjavik International Games 2017. Einn af fyrirlesurunum þremur er Hajo Seppelt. Seppelt er rannsóknarblaðamaður sem starfar m.a. fyrir ARD, er sá sem gerði heimildarmyndirnar í samvinnu við rússnesku uppljóstrarana sem á sínum tíma komu upp um stórfellt misferli. Síðar kom í ljós að umsvifin voru meiri en fyrst var talið, enda var stórum hluta rússneskra íþróttamanna meinuð þátttaka á ÓL í Ríó. Úr allt annarri átt kemur síðan fyrrum Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Hann keppti á sama tíma og Lance Armstrong. Þriðji erlendi fyrirlesarinn er síðan Dr. Ron Maughan sem er sérfræðingur í íþróttanæringarfræði og fæðubótarefni og hefur leitt þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) frá árinu 2002. Hann mun fjalla um hætturnar við notkun fæðubótarefna í sínu erindi. Hvað ber íþróttamönnum að varast og hafa í huga þegar þeir neyta fæðubótarefna? Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnunni sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík þann 26. janúar næstkomandi frá klukkan 17.30 til 20.30. Það er hægt að skrá sig á ráðstefnuna fram að miðnætti 25. janúar.Í tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir tveimur ráðstefnum um íþróttatengd málefni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sex erlendir fyrirlesarar munu flytja áhugaverð erindi á ensku. Það má finna allt um þessar tvær ráðstefnur hér.
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira