Hærri tollar á mótorhjól vegna nautakjötsbanns Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 10:17 BMW mótorhjól. Bandaríkin vilja hækka tolla á mótorhjólum frá Evrópusambandinu til að mótmæla banni Evrópusambandsins á nautakjöti sem inniheldur vaxtarhormón. Bannið myndi ná til fjölda vöruflokka, meðal annars mótorhjóla af stærðinni 51-500 rúmsentimetrar. Wayne Allard, forseti AMA sem er Ameríska Mótorhjólasambandið segir að það sé engin rökrétt tenging milli nautakjöts og mótorhjóla. “Það er fáránlegt að láta sér detta þetta í hug” segir hann og bætir við að verndartollar eigi aðeins við innan tiltekins málaflokks, í þessu tilfelli landbúnaðarvara. Dolf Willigers, aðalritari FEMA sem er Evrópska Mótorhjólasambandið hefur áhyggjur af hugsanlegu banni og að það geti leitt til minna framboðs á minni gerðum mótorhjóla, einnig í Evrópu. “Dæmigert svar Evrópusambandsins yrði svo að hækka tolla á mótorhjól frá Bandaríkjunum þannig að enginn hefði efni á þeim lengur” sagði Dolf. Árið 2015 seldi Harley-Davidson 37.000 mótorhjól í Evrópu svo líklegt er að það hefði mikil áhrif á mótorhjólaframleiðandann. Fréttin birtist fyrst á bifhjol.is. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Bandaríkin vilja hækka tolla á mótorhjólum frá Evrópusambandinu til að mótmæla banni Evrópusambandsins á nautakjöti sem inniheldur vaxtarhormón. Bannið myndi ná til fjölda vöruflokka, meðal annars mótorhjóla af stærðinni 51-500 rúmsentimetrar. Wayne Allard, forseti AMA sem er Ameríska Mótorhjólasambandið segir að það sé engin rökrétt tenging milli nautakjöts og mótorhjóla. “Það er fáránlegt að láta sér detta þetta í hug” segir hann og bætir við að verndartollar eigi aðeins við innan tiltekins málaflokks, í þessu tilfelli landbúnaðarvara. Dolf Willigers, aðalritari FEMA sem er Evrópska Mótorhjólasambandið hefur áhyggjur af hugsanlegu banni og að það geti leitt til minna framboðs á minni gerðum mótorhjóla, einnig í Evrópu. “Dæmigert svar Evrópusambandsins yrði svo að hækka tolla á mótorhjól frá Bandaríkjunum þannig að enginn hefði efni á þeim lengur” sagði Dolf. Árið 2015 seldi Harley-Davidson 37.000 mótorhjól í Evrópu svo líklegt er að það hefði mikil áhrif á mótorhjólaframleiðandann. Fréttin birtist fyrst á bifhjol.is.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent