Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 23:42 Frá athöfninni við hús ræðismannsins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46
Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20