Jackie Chan lét Ísland ekki stoppa sig Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Hasarhetjan Jackie Chan er enn í fullu fjöri. Nordicphotos/Getty Kvikmyndastjarnan Jackie Chan, lék í eigin áhættuatriðum á Íslandi fyrir myndina Kung Fu Yoga. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hefur hann aldrei notað tvífara til að sjá um sín áhættuatriði. En Chan, sem er orðinn 62 ára, fór í aðgerð í London aðeins nokkrum dögum fyrr og átti því erfitt með að beita sér af fullum krafti. Chan var í Singapore í gær að kynna myndina þar sem hann sagðist hafa þurft að leita til læknis vegna verkjar í fætinum en eftir skoðun var ákveðið að senda hann í aðgerð. Hann flaug svo til Íslands skömmu síðar. „Ég hefði geta stöðvað framleiðsluna til að jafna mig. En eftir að hafa ferðast til Íslands ákvað ég að gera þetta sjálfur. Þetta var svo stór mynd að ég gat ekki látið allt fólkið bíða bara eftir mér,“ sagði Chan á blaðamannafundi. Tökur á myndinni fóru meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul og þurfti Chan að leika í ísköldu vatni samkvæmt frásögn hans. „Ég þurfti að stinga mér ofan í ískalt vatn í tíu stiga frosti,“ sagði hasarhetjan. Í myndinni leikur hann kínverskan fornleifafræðing að nafni Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra. Amyra Dastur og Disha Patani leika aðalhlutverkin. Myndin verður frumsýnd um helgina í Singapore. Sjá má Ísland í athyglisverðri stiklu úr Kung Fu Yoga hér að neðan. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. 7. mars 2016 14:13 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndastjarnan Jackie Chan, lék í eigin áhættuatriðum á Íslandi fyrir myndina Kung Fu Yoga. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hefur hann aldrei notað tvífara til að sjá um sín áhættuatriði. En Chan, sem er orðinn 62 ára, fór í aðgerð í London aðeins nokkrum dögum fyrr og átti því erfitt með að beita sér af fullum krafti. Chan var í Singapore í gær að kynna myndina þar sem hann sagðist hafa þurft að leita til læknis vegna verkjar í fætinum en eftir skoðun var ákveðið að senda hann í aðgerð. Hann flaug svo til Íslands skömmu síðar. „Ég hefði geta stöðvað framleiðsluna til að jafna mig. En eftir að hafa ferðast til Íslands ákvað ég að gera þetta sjálfur. Þetta var svo stór mynd að ég gat ekki látið allt fólkið bíða bara eftir mér,“ sagði Chan á blaðamannafundi. Tökur á myndinni fóru meðal annars fram í Skaftafelli og við Svínafellsjökul og þurfti Chan að leika í ísköldu vatni samkvæmt frásögn hans. „Ég þurfti að stinga mér ofan í ískalt vatn í tíu stiga frosti,“ sagði hasarhetjan. Í myndinni leikur hann kínverskan fornleifafræðing að nafni Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra. Amyra Dastur og Disha Patani leika aðalhlutverkin. Myndin verður frumsýnd um helgina í Singapore. Sjá má Ísland í athyglisverðri stiklu úr Kung Fu Yoga hér að neðan. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Bíó og sjónvarp Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34 Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53 Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. 7. mars 2016 14:13 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli á einkaþotu Leikarinn Jackie Chan lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun á einkaþotu en með fréttinni má sjá mynd af vélinni. 26. febrúar 2016 13:34
Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Mætir til landsins í einkaþotu. 19. febrúar 2016 11:32
Jackie Chan og vinkonur njóta Íslandsdvalarinnar Tökur á nýrri mynd Jackie Chan, Kung Fu Yoga, virðast ganga vel ef marka má myndir og myndbönd sem lið leikara í myndinni hefur birt á Instagram. 4. mars 2016 14:53
Jackie Chan „algjör toppnáungi“ Hollywood-stjarnan Jackie Chan hélt af landi brott á laugardaginn eftir að tökum lauk á Kung Fu Yoga á Suðurlandi. 7. mars 2016 14:13