Of gömul til að ákveða núna að verða goth Guðný Hrönn skrifar 20. janúar 2017 13:45 Leikkonan Saga Garðarsdóttir er viss um að Steypustöðin muni leggjast vel í landsmenn. Vísir/Ernir Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“ Steypustöðin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“
Steypustöðin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira