Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Ritstjórn skrifar 20. janúar 2017 09:00 Donatella og Ricardo eru góðir vinir. Mynd/Getty Samkvæmt WWD er haldið fram að fatahönnuðurinn Ricardo Tisci, sem er yfirhönnuður Givenchy, sé í viðræðum um að taka yfir sem yfirhönnuður Versace. Donatella Versace, sem hefur sinnt hlutverkinu frá því að bróðir hennar var myrtur árið 1997, er talin vera orðin þreytt á starfinu og vilji helst að Ricardo taki við fjölskyldu fyrirtækinu. Sögusagnirnar eru ekki svo vitlausar enda eru Donatella og Ricardo góðir vinir. Svo góðir vinir að Donatella sat fyrir í herferð hjá Givenchy árið 2015. Ricardo hefur skapað sér gott orð hjá Givenchy seinustu ár og er einn virtasti hönnuður heims um þessar mundir. Það er því ekki víst hvaða áhrif þessi ákvörðun mundi hafa á starfsferil hans en Versace er eitt þekktasta tískuhús heims og ekki amalegt starf að taka við keflinu af Donatellu Versace. Donatella sat fyrir í haustherferð Givenchy árið 2015. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Gefur út sína eigin förðunarlínu 82 ára Glamour Þrívíddarprentaðir skór og hljómsveit í vatni Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour
Samkvæmt WWD er haldið fram að fatahönnuðurinn Ricardo Tisci, sem er yfirhönnuður Givenchy, sé í viðræðum um að taka yfir sem yfirhönnuður Versace. Donatella Versace, sem hefur sinnt hlutverkinu frá því að bróðir hennar var myrtur árið 1997, er talin vera orðin þreytt á starfinu og vilji helst að Ricardo taki við fjölskyldu fyrirtækinu. Sögusagnirnar eru ekki svo vitlausar enda eru Donatella og Ricardo góðir vinir. Svo góðir vinir að Donatella sat fyrir í herferð hjá Givenchy árið 2015. Ricardo hefur skapað sér gott orð hjá Givenchy seinustu ár og er einn virtasti hönnuður heims um þessar mundir. Það er því ekki víst hvaða áhrif þessi ákvörðun mundi hafa á starfsferil hans en Versace er eitt þekktasta tískuhús heims og ekki amalegt starf að taka við keflinu af Donatellu Versace. Donatella sat fyrir í haustherferð Givenchy árið 2015.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Gefur út sína eigin förðunarlínu 82 ára Glamour Þrívíddarprentaðir skór og hljómsveit í vatni Glamour 6 flottar fléttuhárgreiðslur Glamour Stelpurnar okkar til Hollands í dag Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Ólétt að sínu þriðja barni Glamour