Dacia Grand Duster á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 13:12 Svona gæti Dacia Grand Duster litið út. Frá því að Renault keypti rúmenska bílaframleiðandann Dacia árið 2004 hefur sá síðarnefndi framleitt og selt yfir fjórar milljónir bifreiða. Nú er fullyrt að Renault íhugi framleiðslu á stærri, allt að 7 sæta fjórhjóladrifnum Duster undir heitinu Dacia Grand Duster. AutoExpress segir að markmið Renault sé að gera Dacia kleift að svara mikilli eftirspurn neytenda eftir stærri og rúmbetri aldrifnum sportjeppum enda þótt framleiðandinn hyggist alls ekki missa sjónar á mikilvægustu kostum Dacia sem eru áreiðanleiki bílanna og afar hagstætt verð. Dacia Grand Duster gæti orðið allt að 40 cm lengri en venjulegur Duster og 4,7 metra langur bíll. Hann fengi meira farangursrými en minni gerðin, eða allt að 650 lítrum. Búist er við því að Dacia Grand Duster komi á markað strax á næsta ári og verði lang ódýrasti 7 manna sportjeppi sem býðst. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Frá því að Renault keypti rúmenska bílaframleiðandann Dacia árið 2004 hefur sá síðarnefndi framleitt og selt yfir fjórar milljónir bifreiða. Nú er fullyrt að Renault íhugi framleiðslu á stærri, allt að 7 sæta fjórhjóladrifnum Duster undir heitinu Dacia Grand Duster. AutoExpress segir að markmið Renault sé að gera Dacia kleift að svara mikilli eftirspurn neytenda eftir stærri og rúmbetri aldrifnum sportjeppum enda þótt framleiðandinn hyggist alls ekki missa sjónar á mikilvægustu kostum Dacia sem eru áreiðanleiki bílanna og afar hagstætt verð. Dacia Grand Duster gæti orðið allt að 40 cm lengri en venjulegur Duster og 4,7 metra langur bíll. Hann fengi meira farangursrými en minni gerðin, eða allt að 650 lítrum. Búist er við því að Dacia Grand Duster komi á markað strax á næsta ári og verði lang ódýrasti 7 manna sportjeppi sem býðst.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent