Handhafi markametsins meðal þeirra sem vilja komast í stjórn KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 22:30 Guðmundur Torfason varð markakóngur og Íslandsmeistari með Fram 1986 og jafnaði þá markamet Péturs Péturssonar. Vísir/Safn/Brynjar Gauti Það verða margra augu á 71. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Framundan er ekki bara spennandi formannskosning heldur einnig spennandi kosning stjórnarmanna þar sem átta manns keppa um fjögur laus sæti.. Björn Einarsson og Guðni Bergsson berjast um formanninn eins margoft hefur komið fram en annarhvor þeirra mun taka við af Geir Þorsteinssyni sem ákvað að hætta formennsku KSÍ. Átta keppa síðan um að fjögur laus sæti í stjórn KSÍ en tveggja ára kjörtímabili fjögurra aðila lýkur að þessu sinni. Gylfi Þór Orrason hefur ákveðið að hætta en Guðrún I. Sívertsen (Reykjavík), Róbert Agnarsson (Reykjavík) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) sækjast öll eftir endurkjöri. Fimm aðrir bjóða sig fram en það eru Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Einar Hermannsson (Reykjavík), Guðmundur Torfason (Reykjavík), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Reynir Vignir (Reykjavík). Tveir af þessum fimm eru þekktir fyrir framgöngu sína í boltanum, annar fyrrum landsliðsmaður en hinn á að baki átta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Guðmundur Torfason er einn af fjórum sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi en hann skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986. Guðmundur varð Íslandsmeistari með Fram þetta sumar en vann einnig bikarinn með Framliðinu 1979, 1980 og 1985. Guðmundur á markametið með þeim Pétri Péturssyni (ÍA 1978), Þórði Guðjónssyni (ÍA 1993) og Tryggva Guðmundssyni (ÍBV 1997) en öllum tókst þeim að skora 19 mörk á einu tímabili. Magnús Gylfason er margreyndur þjálfari sem hefur stýrt liðum í 147 leikjum í efstu deild karla á Íslandi. Magnús Gylfason hefur verið undanfarið í landsliðsnefnd KSÍ. Það má lesa meira um þessa tvo sem og alla hina sem bjóða sig fram í framboðsgögnum sem eru aðgengilegar í frétt um kjörið á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Það verða margra augu á 71. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem fer fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Framundan er ekki bara spennandi formannskosning heldur einnig spennandi kosning stjórnarmanna þar sem átta manns keppa um fjögur laus sæti.. Björn Einarsson og Guðni Bergsson berjast um formanninn eins margoft hefur komið fram en annarhvor þeirra mun taka við af Geir Þorsteinssyni sem ákvað að hætta formennsku KSÍ. Átta keppa síðan um að fjögur laus sæti í stjórn KSÍ en tveggja ára kjörtímabili fjögurra aðila lýkur að þessu sinni. Gylfi Þór Orrason hefur ákveðið að hætta en Guðrún I. Sívertsen (Reykjavík), Róbert Agnarsson (Reykjavík) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) sækjast öll eftir endurkjöri. Fimm aðrir bjóða sig fram en það eru Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Einar Hermannsson (Reykjavík), Guðmundur Torfason (Reykjavík), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Reynir Vignir (Reykjavík). Tveir af þessum fimm eru þekktir fyrir framgöngu sína í boltanum, annar fyrrum landsliðsmaður en hinn á að baki átta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Guðmundur Torfason er einn af fjórum sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi en hann skoraði 19 mörk fyrir Fram sumarið 1986. Guðmundur varð Íslandsmeistari með Fram þetta sumar en vann einnig bikarinn með Framliðinu 1979, 1980 og 1985. Guðmundur á markametið með þeim Pétri Péturssyni (ÍA 1978), Þórði Guðjónssyni (ÍA 1993) og Tryggva Guðmundssyni (ÍBV 1997) en öllum tókst þeim að skora 19 mörk á einu tímabili. Magnús Gylfason er margreyndur þjálfari sem hefur stýrt liðum í 147 leikjum í efstu deild karla á Íslandi. Magnús Gylfason hefur verið undanfarið í landsliðsnefnd KSÍ. Það má lesa meira um þessa tvo sem og alla hina sem bjóða sig fram í framboðsgögnum sem eru aðgengilegar í frétt um kjörið á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.
Íslenski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira