Sport

Hrafnhildur með tvö gull og silfur í Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/EPA
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH vann þrenn verðlaun á alþjóðlegu móti í Uster í Sviss og synti auk þess undir HM lágmarki í 50 metra bringusundi.

Hrafnhildur kominn á fullt á ný eftir að hafa tekið sér smá pásu eftir Ólympíuleikana í Ríó.

Hún keppti sem dæmi í 200 metra bringusundi og vann það á 2:27.86 mínútum. Hún vann einnig 100 metra bringusundið á 1:08.67 mínútum og varð síðan í öðru sæti í 50 metra bringusundi á 31.14 sekúndum.

50 metra bringusundið var hennar besti árangur þegar kemur að alþjóðlegum stigum.

Aron Örn Stefánsson og Viktor Máni Vilbergsson kepptu líka á mótinu en Viktor Máni náði best fjórða sætinu í 200 metra bringusundi en Aron Örn náði hæst 13. sæti í 50 metra bringusundi.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×