Hönnuður Bugatti Veyron fer frá VW til BMW Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 15:00 Jozef Kaban við hlið Skoda Octavia. Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent
Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent