Eiginkonan vill að Tom Brady hætti: „Því miður elskan, ég er að skemmta mér of vel“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2017 15:15 Tom Brady og Gisele Bundchen giftu sig árið 2009. vísir/afp Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, lokaði umræðunni um hver er besti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar hann vann sinn fimmta Super Bowl-titil eftir ævintýralegan sigur á Atlanta Falcons aðfaranótt mánudags. Enginn leikmaður hefur unnið Super Bowl fimm sinnum og enginn verið kjörinn mikilvægasti maður leiksins, MVP, fjórum sinnum. Brady verður fertugur áður en næsta tímabil hefst í september en hann er í betra formi en nokkru sinni fyrr. Eiginkona hans, ofurmódelið fyrrverandi Gisele Bundchen, þráir samt ekkert heitar en að Brady leggi skóna á hilluna og bað hann um það í miðjum fagnaðarlátunum á sunnudaginn. „Ef eiginkonan fengi að ráða myndi ég hætta í dag. Hún bað mig um að hætta þrisvar sinnum í nótt,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Super Bowl-sigurinn. Það kemur aftur á móti ekki til greina hjá Brady að hætta núna á meðan hann hefur heilsu til að spila. „Ég sagði bara því miður elskan, ég er að skemmta mér of vel.“ „Mér líður enn eins og ég geti spilað. Ég elska það sem ég geri og ég get spilað áfram þannig ég held að mér myndi bara leiðast ef ég væri ekki að spila vitandi að ég gæti enn þá verið úti á vellinum. Ég ætla bara að leggja enn meira á mig og halda áfram að spila í mörg ár í viðbót.“ Gisele hefur áhyggjur af manninum sínum í hverjum leik þar sem í hinu liðinu er haugur af 100-150 kílóa drekum sem vinna við það eitt að fella leikstjórnendur og helst meiða þá. Brady opinberaði í viðtalinu í gær að Gisele gaf honum hálsmen sem á að hafa krafta til þess að verja eiginmanninn. „Hún er mjög ánægð með að ég nota hálsmenið því hún vill ekki að neinn felli mig. Hún segir mér alltaf að kasta boltanum frá mér rosalega hratt. Ég reyni að fara eftir því,“ segir Tom Brady. My everything A photo posted by Tom Brady (@tombrady) on Feb 6, 2017 at 7:07am PST NFL Tengdar fréttir Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Svo virðist sem að einhver hafi stolið treyju Tom Brady eftir að hann vann sinn fimmta meistaratitil í NFL-deildinni á sunnudag. 7. febrúar 2017 11:30 Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots. 7. febrúar 2017 23:15 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Boston Globe játaði ósigur Patriots Kvöldútgáfa blaðsins fór í prent áður en Super Bowl lauk. 7. febrúar 2017 22:30 Edelman um tilþrifin ótrúlegu: 70 prósent heppni Bill Belichick og Julian Edelman fóru á kostum í spjallþætti Jimmy Fallon. 8. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, lokaði umræðunni um hver er besti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar hann vann sinn fimmta Super Bowl-titil eftir ævintýralegan sigur á Atlanta Falcons aðfaranótt mánudags. Enginn leikmaður hefur unnið Super Bowl fimm sinnum og enginn verið kjörinn mikilvægasti maður leiksins, MVP, fjórum sinnum. Brady verður fertugur áður en næsta tímabil hefst í september en hann er í betra formi en nokkru sinni fyrr. Eiginkona hans, ofurmódelið fyrrverandi Gisele Bundchen, þráir samt ekkert heitar en að Brady leggi skóna á hilluna og bað hann um það í miðjum fagnaðarlátunum á sunnudaginn. „Ef eiginkonan fengi að ráða myndi ég hætta í dag. Hún bað mig um að hætta þrisvar sinnum í nótt,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Super Bowl-sigurinn. Það kemur aftur á móti ekki til greina hjá Brady að hætta núna á meðan hann hefur heilsu til að spila. „Ég sagði bara því miður elskan, ég er að skemmta mér of vel.“ „Mér líður enn eins og ég geti spilað. Ég elska það sem ég geri og ég get spilað áfram þannig ég held að mér myndi bara leiðast ef ég væri ekki að spila vitandi að ég gæti enn þá verið úti á vellinum. Ég ætla bara að leggja enn meira á mig og halda áfram að spila í mörg ár í viðbót.“ Gisele hefur áhyggjur af manninum sínum í hverjum leik þar sem í hinu liðinu er haugur af 100-150 kílóa drekum sem vinna við það eitt að fella leikstjórnendur og helst meiða þá. Brady opinberaði í viðtalinu í gær að Gisele gaf honum hálsmen sem á að hafa krafta til þess að verja eiginmanninn. „Hún er mjög ánægð með að ég nota hálsmenið því hún vill ekki að neinn felli mig. Hún segir mér alltaf að kasta boltanum frá mér rosalega hratt. Ég reyni að fara eftir því,“ segir Tom Brady. My everything A photo posted by Tom Brady (@tombrady) on Feb 6, 2017 at 7:07am PST
NFL Tengdar fréttir Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Svo virðist sem að einhver hafi stolið treyju Tom Brady eftir að hann vann sinn fimmta meistaratitil í NFL-deildinni á sunnudag. 7. febrúar 2017 11:30 Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots. 7. febrúar 2017 23:15 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Boston Globe játaði ósigur Patriots Kvöldútgáfa blaðsins fór í prent áður en Super Bowl lauk. 7. febrúar 2017 22:30 Edelman um tilþrifin ótrúlegu: 70 prósent heppni Bill Belichick og Julian Edelman fóru á kostum í spjallþætti Jimmy Fallon. 8. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Svo virðist sem að einhver hafi stolið treyju Tom Brady eftir að hann vann sinn fimmta meistaratitil í NFL-deildinni á sunnudag. 7. febrúar 2017 11:30
Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots. 7. febrúar 2017 23:15
Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45
Boston Globe játaði ósigur Patriots Kvöldútgáfa blaðsins fór í prent áður en Super Bowl lauk. 7. febrúar 2017 22:30
Edelman um tilþrifin ótrúlegu: 70 prósent heppni Bill Belichick og Julian Edelman fóru á kostum í spjallþætti Jimmy Fallon. 8. febrúar 2017 12:00