Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Myndir úr kjarnakljúfi tvö. mynd/tepco Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Geislaálag í kjarnakljúfi tvö í Fukushima-kjarnorkuverkinu náði áður óséðum hæðum í liðinni viku þegar það mældist 530 sívert á klukkustund. Það er hæsta álag sem mælst hefur frá kjarnorkuslysinu sjálfu í mars 2011. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Tokyo Electric Power Co. (TEPCO). Hæsta geislaálag sem mælst hafði hingað til var 73 sívert.Japanskir ráðamenn fengu að kanna svæðið árið 2013. Enn er mikil vinna eftir til að koma öllu í stand.vísir/epaMælingarnar voru gerðar með fjarstýrðri myndavél. Sérfræðingar hlustuðu þá eftir hljóðum og áhrifum sem geislunin hafði á myndavélina. Slíkum mælingum getur skeikað um plús/mínus 30 sívert. Geislunin er slík að kæmist manneskja í námunda við hana þó ekki væri nema í örskamma stund, myndi það hafa banvæn áhrif. Til að mynda lætur annar hver maður lífið eftir að hafa komist í námunda við geislun upp á fjögur sívert og eins síverts geislun getur valdið ófrjósemi eða hárlosi hjá þeim sem fyrir henni verður. Kjarnorkuslysið í Fukushima átti sér stað í mars 2011 þegar flóðbylgja, orsökuð af jarðskjálfta, skall á kjarnorkuverinu. Afleiðingin var stærsta kjarnorkuslys frá Chernobyl-slysinu árið 1986. Frá slysinu hefur vinna staðið yfir við að lágmarka skaðann af því. Óttast er að þessar niðurstöður muni seinka þeirri vinnu en hingað til hefur hún gengið hægt fyrir sig. TEPCO hafði fyrirhugað að senda fjarstýrt vélmenni að kjarnaofninum sem átti að þola allt að þúsund sívert á klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að kanna skaðann. Við smíði þess var gert ráð fyrir álagi allt að 73 sívertum og en við það álag var gert ráð fyrir að vélmennið myndi endast í um tíu klukkustundir. Niðurstöður nýjustu mælinga þýða hins vegar að það myndi ekki duga nema í um tvær klukkustundir. Vinna stendur yfir til að kanna hvort unnt sé að betrumbæta það. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45 300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Brösulega gengur að stöðva leka í kjarnorkuverinu, en japanska ríkið ákveður nú að koma til hjálpar með fjármagn. 3. september 2013 11:45
300 tonn af geislavirku vatni leka á hverjum degi Talið er að allt að þrjú hundruð tonn af geislavirku vatni leki nú á hverjum degi úr kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan sem varð illa úti eftir að jarðskjálfti reið yfir svæðið fyrir tveimur og hálfu ári síðan. 7. ágúst 2013 21:58
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Fimm ár frá hamförunum í Japan Nærri því 19 þúsund manns létu lífið en afleiðingar hamfaranna munu fylgja Japönum um áratugi. 11. mars 2016 10:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent