Ricardo Tisci yfirgefur Givenchy Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Mikill missir fyrir Givenchy. Mynd/Getty Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Heimsleikarnir í sjálfstrausti: Þú á móti þér Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour Förum glitrandi inn í jólin Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Glamour Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour
Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Heimsleikarnir í sjálfstrausti: Þú á móti þér Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour Kanye kemur til móts við skipuleggjendur tískuvikunnar í New York Glamour Förum glitrandi inn í jólin Glamour Með skilaboð í skyrtunni Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Glamour Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour