Febrúarspá Siggu Kling – Tvíburi: Passa þú þig á því að láta alls ekki ljúga að þér Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku tvíburi minn, þú ert svo mikill innblástur fyrir okkur hin og við erum þér svo þakklát að þú sért yfirleitt til. Þú hefur svo skapandi framkomu og ert snillingur með orð. Það býr í þér svolítill sálfræðingur, sem lætur þig oft sálgreina lífið of mikið, og hugsa of langt fram í tímann um hvert þú ætlir að fara og hverja þú ætlar að taka með þér. Það er bara svo spennandi að sjá hversu fljótt þú getur skipt um skoðun. Og hversu skemmtilegt er það, því að það fær enginn leið á manneskju sem fær alltaf nýjar hugmyndir frá einum degi til annars. Það eina sem getur ruglað andann þinn, elskan mín, er að þú viljir breyta þér í akkúrat nákvæma týpu sem fer ekki úr þægindahringnum. Þá er eins og lífið geti stoppað og skemmt fyrir því hversu gaman þú hefur í raun af lífinu. Það er algengt að frami skipti þig miklu máli. „Hvað er frami?“ Það er kannski ekki að standa fremst sem karakter, ekki keppa við aðra heldur keppast við að gera þig að góðu fyrirtæki. Þú ert akkúrat á þeim tíma, sérstaklega í mars, apríl og maí og þú getur séð, að þú ert að fá útkomu sem þú sættir þig við. Hvíldu þig svolítið í febrúar og leyfðu þér bara að hangsa aðeins. Þú ert að safna krafti og þá er oft gott að sofa aðeins meira til að byggja upp frumurnar og eldmóðinn. Ekki bíta þig fyrir það þó að orkan geti aðeins verið að slá þig utan undir. Alls ekki pína þig í ræktina fyrr en í mars, því að af samviskubitinu einu sama gætir þú fitnað. Sem reyndar fer þér alveg ljómandi vel. Hinn fallegi Merkúr, dreifir til þín litum í ljóshraða og sendir þér nýtt fólk sem kemur með skilaboð sem þú þarft að nýta þér. Og það er nú allt gott og blessað með það, en passa þú þig á því að láta alls ekki ljúga að þér. Þú átt það til að vera svo einlægur og trúa öllu svo að þú skalt spyrja ráða hvað er best ? Þið sem eruð á lausu: Þið verðið ekki alveg vissir um hvort þið séuð ástfangnir eða ekki. Einn daginn virðist ástin verða sterkt inni, en suma daga eru tilfinningarnar alveg frosnar. Þetta getur líka átt við þá sem eru í sambandi. Mottó – Ég get, ég ætla og ég skal.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Elsku tvíburi minn, þú ert svo mikill innblástur fyrir okkur hin og við erum þér svo þakklát að þú sért yfirleitt til. Þú hefur svo skapandi framkomu og ert snillingur með orð. Það býr í þér svolítill sálfræðingur, sem lætur þig oft sálgreina lífið of mikið, og hugsa of langt fram í tímann um hvert þú ætlir að fara og hverja þú ætlar að taka með þér. Það er bara svo spennandi að sjá hversu fljótt þú getur skipt um skoðun. Og hversu skemmtilegt er það, því að það fær enginn leið á manneskju sem fær alltaf nýjar hugmyndir frá einum degi til annars. Það eina sem getur ruglað andann þinn, elskan mín, er að þú viljir breyta þér í akkúrat nákvæma týpu sem fer ekki úr þægindahringnum. Þá er eins og lífið geti stoppað og skemmt fyrir því hversu gaman þú hefur í raun af lífinu. Það er algengt að frami skipti þig miklu máli. „Hvað er frami?“ Það er kannski ekki að standa fremst sem karakter, ekki keppa við aðra heldur keppast við að gera þig að góðu fyrirtæki. Þú ert akkúrat á þeim tíma, sérstaklega í mars, apríl og maí og þú getur séð, að þú ert að fá útkomu sem þú sættir þig við. Hvíldu þig svolítið í febrúar og leyfðu þér bara að hangsa aðeins. Þú ert að safna krafti og þá er oft gott að sofa aðeins meira til að byggja upp frumurnar og eldmóðinn. Ekki bíta þig fyrir það þó að orkan geti aðeins verið að slá þig utan undir. Alls ekki pína þig í ræktina fyrr en í mars, því að af samviskubitinu einu sama gætir þú fitnað. Sem reyndar fer þér alveg ljómandi vel. Hinn fallegi Merkúr, dreifir til þín litum í ljóshraða og sendir þér nýtt fólk sem kemur með skilaboð sem þú þarft að nýta þér. Og það er nú allt gott og blessað með það, en passa þú þig á því að láta alls ekki ljúga að þér. Þú átt það til að vera svo einlægur og trúa öllu svo að þú skalt spyrja ráða hvað er best ? Þið sem eruð á lausu: Þið verðið ekki alveg vissir um hvort þið séuð ástfangnir eða ekki. Einn daginn virðist ástin verða sterkt inni, en suma daga eru tilfinningarnar alveg frosnar. Þetta getur líka átt við þá sem eru í sambandi. Mottó – Ég get, ég ætla og ég skal.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.
Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira