Rappveisla í Laugardalshöllinni í sumar - Young Thug kemur til landins Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. febrúar 2017 09:15 Young Thug hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir, hvorki í tónlistarsköpun sinni, klæðaburði né nokkru öðru. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp-„actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co-headliner“, þannig að þeir taka þrjátíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í tilkynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tónleikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upplýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar. Kronik Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er mjög sérstakur viðburður – ég held að þetta sé fyrsta rapp-„actið“ sem kemur hingað til lands á hátindi ferils síns. Hann gaf út þrjár plötur í fyrra og þær fóru allar inn á topp fimm á rapplista Billboard. Svo var hann að tilkynna núna að hann er að fara að túra um Evrópu með Drake sem svo kallaður „co-headliner“, þannig að þeir taka þrjátíu og tvær borgir saman. Hann er sem sagt ekki „support act“ heldur er hann settur til jafns við Drake. Þetta er mjög svipað og Kanye og Jay-Z gerðu um árið – hann er alveg kominn á þá stærðargráðu. Í tilkynningunni fyrir þann túr eru þeir sagðir vera tvö stærstu nöfnin í rappinu sem eru að sameinast. Það verður mikill fengur að fá hann og sérstaklega svona á hátindi ferilsins. Þetta verður alvöru „show“,“ segir Róbert Aron Magnússon, eða Robbi Kronik, en útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi stendur fyrir komu Young Thug til landsins. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Þetta verður rappveisla en upphitunarsveitir verða tilkynntar síðar. Fyrir tónleika og meðan á þeim stendur verður hægt að tylla sér fyrir utan höllina og njóta matar og drykkjar en það verða „street food“-vagnar á svæðinu og sett verður upp sérstakt svæði fyrir tónleikagesti í kringum það. Ekkert aldurstakmark verður en sérstök barsvæði verða opin öllum þeim sem eru komnir á réttan aldur og vilja fá sér einn ískaldan með tónleikunum. Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar, en um VIP-miðana verður nánar tilkynnt síðar. Miðaverð er 9.900 krónur fyrir venjulegan miða en eins og áður segir koma upplýsingar og verð fyrir VIP-miðana síðar.
Kronik Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira