Nýtt íslenskt sundfatamerki leggur áherslu á umhverfisvæna framleiðslu Ritstjórn skrifar 1. febrúar 2017 12:30 Sundbolirnir í línunni eru einstaklega fallegir. Mynd/Saga Sig Swimslow er nýtt sjálfbært sundafatamerki stofnað og hannað af Ernu Bergmann fatahönnuði og stílasta. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Innan tískubransans hefur verið aukin meðvitund um umhverfisvæna framleiðsu og tískufyrirtæki eru sífellt að vinna að því að komast til móts við strangari umhverfiskröfur neytenda. „Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Innblásturinn fékk ég úr reglulegum sundferðum í mína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna,“ segir Erna.Erna Bergmann er stofnandi Swimslow.Mynd/Saga SigSundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum án þess að vera of kynþokkafullir eða of sportlegir. Sundbolirnir eru úr sjálfbærum úrvalsefnum og er hugað að hverju smáatriði við hönnun og framleiðslu. Erna segir að áherslan sé lögð á að láta konum líða vel og að það sé gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið - eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolir Swimslow verða kynntir á næstkomandi HönnunarMars og verða fáanlegir eftir það á swimslow.com. Hægt er að fylgjast með Swimslow á instagram síðu merkisins. Ljósmyndirnar hér fyrir neðan voru myndaðar af Sögu Sig. Um förðunina sá Fríða María Harðardóttir og fyrirsætan er Stefanía Eysteinsdóttir frá Eskimo.Mynd/Saga Sig Our swimsuits are made out of recycled earth friendly quality fabrics with focus on minimizing environmental impact.#myswimslowmoment // Photo by @sagasig // Makeup: @fridamariamakeup // Model: @stefaniaeysteins. A photo posted by swimslow // March 2017 (@swimslowstudios) on Feb 1, 2017 at 1:33am PST Mest lesið Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Bella Hadid og rauði liturinn Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Forval hönnunarverðlauna Íslands Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Myndband af óléttri Ciara að dansa slær í gegn Glamour
Swimslow er nýtt sjálfbært sundafatamerki stofnað og hannað af Ernu Bergmann fatahönnuði og stílasta. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum efnum. Innan tískubransans hefur verið aukin meðvitund um umhverfisvæna framleiðsu og tískufyrirtæki eru sífellt að vinna að því að komast til móts við strangari umhverfiskröfur neytenda. „Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Innblásturinn fékk ég úr reglulegum sundferðum í mína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna,“ segir Erna.Erna Bergmann er stofnandi Swimslow.Mynd/Saga SigSundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum án þess að vera of kynþokkafullir eða of sportlegir. Sundbolirnir eru úr sjálfbærum úrvalsefnum og er hugað að hverju smáatriði við hönnun og framleiðslu. Erna segir að áherslan sé lögð á að láta konum líða vel og að það sé gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið - eða frá teikningu til lokaafurðar. Sundbolir Swimslow verða kynntir á næstkomandi HönnunarMars og verða fáanlegir eftir það á swimslow.com. Hægt er að fylgjast með Swimslow á instagram síðu merkisins. Ljósmyndirnar hér fyrir neðan voru myndaðar af Sögu Sig. Um förðunina sá Fríða María Harðardóttir og fyrirsætan er Stefanía Eysteinsdóttir frá Eskimo.Mynd/Saga Sig Our swimsuits are made out of recycled earth friendly quality fabrics with focus on minimizing environmental impact.#myswimslowmoment // Photo by @sagasig // Makeup: @fridamariamakeup // Model: @stefaniaeysteins. A photo posted by swimslow // March 2017 (@swimslowstudios) on Feb 1, 2017 at 1:33am PST
Mest lesið Björk í buxnasetti eftir nemanda hjá Central Saint Martins Glamour Kendall neitar að tala um Pepsi auglýsinguna Glamour 78 ára fyrirsæta sem stíliseraði sig sjálf Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Bella Hadid og rauði liturinn Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Forval hönnunarverðlauna Íslands Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Myndband af óléttri Ciara að dansa slær í gegn Glamour