Fjórfalt meiri tekjur vegna Super Bowl Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 14:00 „Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál Íslenskur bjór Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál
Íslenskur bjór Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira