Dabbi T frumsýnir nýtt myndband á Vísi: „Skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2017 10:30 Í dag gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna T. Skífan inniheldur lögin King, Glanni og Hún vol. 2. Í leiðinni kemur út tónlistarmyndband við lagið King sem Vísir frumsýnir. Á síðasta ári, níu árum eftir útgáfu „cult” plötunnar Óheflað málfar, ákvað Dabbi T að taka hljóðnemann af hillunni og gaf út lagið Blár. Viðtökurnar við laginu, ásamt djörfu myndbandi, létu ekki á sér standa og því hefur hann ákveðið að fylgja endurkomunni eftir með útgáfu stuttskífunnar. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T. Myndbandið við lagið King er leikstýrst af Brynjari Birgissyni og fetar það ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu þar sem það er tekið upp í Bláfjöllum með skíða þema. „Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.” Hér að ofan má sjá útkomuna. Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna T. Skífan inniheldur lögin King, Glanni og Hún vol. 2. Í leiðinni kemur út tónlistarmyndband við lagið King sem Vísir frumsýnir. Á síðasta ári, níu árum eftir útgáfu „cult” plötunnar Óheflað málfar, ákvað Dabbi T að taka hljóðnemann af hillunni og gaf út lagið Blár. Viðtökurnar við laginu, ásamt djörfu myndbandi, létu ekki á sér standa og því hefur hann ákveðið að fylgja endurkomunni eftir með útgáfu stuttskífunnar. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T. Myndbandið við lagið King er leikstýrst af Brynjari Birgissyni og fetar það ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu þar sem það er tekið upp í Bláfjöllum með skíða þema. „Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.” Hér að ofan má sjá útkomuna.
Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira