Ísland hyggst auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum NATO atli ísleifsson skrifar 16. febrúar 2017 12:32 James "Mad Dog“ Mattis og Guðlaugur Þór Þórðarson. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni. Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland muni auka þátttöku sína í borgaralegum verkefnum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO lauk í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þar hafi verið rætt um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað við austur- og suðurjaðar bandalagsins og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála. Hafi nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, áréttað að varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart bandalaginu stæðu óhaggaðar og hvatti hann bandalagsríkin til að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Haft er eftir Guðlaugi Þór að skilaboðin frá Mattis hafi verið skýr og afar mikilvæg. „Framlag Íslands hefur skipt máli í gegnum tíðina og með skarpari stefnumótun í nýrri þjóðaröryggisstefnu og aukinni borgarlegri þátttöku í störfum Atlantshafsbandalagsins höldum við áfram að leggja okkar af mörkum.“ segir utanríkisráðherra. Í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi rætt um viðbrögð við margvíslegum öryggisáskorunum við suðurjaðar Evrópu sem einkennast af óstöðugleika og átökum. „Verið er að auka stuðning við samstarfsríki á svæðinu, efla eftirlit og styrkja viðbragðsgetu þeirra. Ráðherrarnir fóru einnig yfir vinnu við að efla varnarviðbúnað og viðveru Atlantshafsbandalagsins, meðal annars í austanverðri Evrópu, baráttuna gegn hryðjuverkum og eflingu netvarna og styrkingu almannavarna. Samstaða var um að aukinn varnarviðbúnaður yrði að haldast í hendur við aðgerðir til að draga úr spennu og byggja upp traust í samskiptum við Rússland. Ráðherrafundinum lauk með fundi í NATO-Georgíunefndinni þar sem farið var yfir samstarfsáætlun bandalagsins við Georgíu sem ætlað er að styðja við umbætur í öryggis- og varnarmálum í landinu,“ segir í tilkynningunni.
Georgía NATO Tengdar fréttir Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Sendir skýr skilaboð til NATO-ríkja: „Bandaríkin geta ekki greitt meira en þið fyrir öryggi barna ykkar“ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var afdráttarlaus í orðum sínum á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í dag. 15. febrúar 2017 16:21