Ríkharður Jónsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 13:30 Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Vísir/Pjetur Ríkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í gærkvöldi en hann var 87 ára ára gamall. Skagafréttir greina frá þessu. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Hann er ennþá daginn í dag þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum og átti metið frá 2. júlí 1948 þar til að Eiður Smári Guðjohnsen sló það 13. október 2007. Landsliðsmörk Ríkharðs Jónssonar. Ríkharður er enn sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann skoraði fjögur mörk í eftirminnilegum sigri á Svíum á Melavellinum 29. júní 1951. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum þar sem hann var spilandi þjálfari liðsins í öll skiptin. Ríkharður þjálfaði einnig meistaralið Skagamanna sumrin 1960 og 1970. Ríkharður lék með Fram meðfram námi í Reykjavík en þegar hann snéri aftur upp á Akranes þá bjó hófst mikil sigurganga Skagamanna sem urðu fimm sinnum Íslandsmeistarar frá 1951 til 1958. ÍA varð þá fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ríkharður Jónsson lék alls 184 leiki með ÍA og skoraði í þeim 136 mörk þar af skoraði hann 68 mörk í 95 leikjum í efstu deild. Meira um feril Ríkharðs hjá ÍA hér. Ríkharður æfði með Arsenal 1959 og var boðinn samningur hjá enska stórliðinu en alvarleg bakmeiðsli komu í veg fyrir frama hans í enska boltanum. Hann snéri því aftur heim en spilaði ekki fótbolta aftur fyrr en sumarið 1962. Ríkharður Jónsson er einn af fimmtán meðlimum íslensku heiðurshallarinnar en hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ þann 30. desember 2015. Ríkharður er einn þriggja knattspyrnumanna í Heiðurshöllinni en hinir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins. Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Ríkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í gærkvöldi en hann var 87 ára ára gamall. Skagafréttir greina frá þessu. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Hann er ennþá daginn í dag þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum og átti metið frá 2. júlí 1948 þar til að Eiður Smári Guðjohnsen sló það 13. október 2007. Landsliðsmörk Ríkharðs Jónssonar. Ríkharður er enn sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann skoraði fjögur mörk í eftirminnilegum sigri á Svíum á Melavellinum 29. júní 1951. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum þar sem hann var spilandi þjálfari liðsins í öll skiptin. Ríkharður þjálfaði einnig meistaralið Skagamanna sumrin 1960 og 1970. Ríkharður lék með Fram meðfram námi í Reykjavík en þegar hann snéri aftur upp á Akranes þá bjó hófst mikil sigurganga Skagamanna sem urðu fimm sinnum Íslandsmeistarar frá 1951 til 1958. ÍA varð þá fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ríkharður Jónsson lék alls 184 leiki með ÍA og skoraði í þeim 136 mörk þar af skoraði hann 68 mörk í 95 leikjum í efstu deild. Meira um feril Ríkharðs hjá ÍA hér. Ríkharður æfði með Arsenal 1959 og var boðinn samningur hjá enska stórliðinu en alvarleg bakmeiðsli komu í veg fyrir frama hans í enska boltanum. Hann snéri því aftur heim en spilaði ekki fótbolta aftur fyrr en sumarið 1962. Ríkharður Jónsson er einn af fimmtán meðlimum íslensku heiðurshallarinnar en hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ þann 30. desember 2015. Ríkharður er einn þriggja knattspyrnumanna í Heiðurshöllinni en hinir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira