Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Guðdómlegir síðkjólar á galakvöldi Time Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Hætt saman eftir tveggja ára samband Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Raf Simons hættur hjá Dior Glamour