Raðir og rangar stærðir ekki hindrun í Yeezy droppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. febrúar 2017 09:45 Þau Aron, Sigríður og Guðmundur biðu fyrir utan Húrra Reykjavík eftir Yeezy-pari. Vísir/Eyþór Aftur beið fólk spennt eftir nýjustu skónum í Yeezy Boost línu Kanye West, en fyrir utan bæði karla- og kvennabúð Húrra Reykjavík mynduðust langar raðir um helgina. Einhverjir biðu heila nótt. Aron Kristinn Jónasson var einn af þeim sem mættu snemma í röðina á laugardagsmorgun. „Ég vaknaði klukkan 6.45, klæddi mig vel og var mættur í kringum 7.00. Röðin var þá að inngangi Kirkjuhússins á móti Spúútnik á Laugavegi. Ég beið í fimm tíma til að komast inn í búðina en það var fínt veður svo þetta leið hratt. Það voru alveg einhverjir gaurar sem biðu í 16 tíma sem mér finnst persónulega of mikið fyrir skópar,“ segir Aron, en aðspurður að því hvort hann ætli sér að selja skóna sína, eins og sumir hafi verið að gera segir hann að „skór [séu] til að nota“. Aron náði þó ekki sinni stærð en lét það ekki stoppa sig.Aron Kristinn Jónasson mætti snemma.Vísir/Eyþór„Með svona „limited“ skó þá vinnur maður bara með það sem er í boði, ég nota t.d. stærð 44 venjulega en fékk skóna í 422/3. Tók bara innleggið úr og tróð mér í þá. Hefði sennilega notað allt frá 42-451/3. 5 klukkutímar fyrir par af Yeezy er „no brainer“. Þægilegir svartir skór sem auðvelt er að nota við hvaða föt sem er.“Sigríður Margrét beið nú ekki lengi en þetta var ekki hennar fyrsta biðröð eftir Kanye West-tengdum vörum.Vísir/EyþórSigríður Margrét var heppin og beið ekki lengi í röðinni en henni finnst samt ekkert tilökumál að bíða í nokkra klukkutíma eftir varningi tengdum Kanye West enda safnari. „Ég mætti sirka klukkan 11.00 og beið í svona 20-30 mínútur í röð. Ég ætla að eiga skóna og ég myndi aldrei tíma að selja þá. Ég er mikill aðdáandi Kanye West og finnst skórnir sjálfir mjög flottir. Mér finnst líka gaman að safna – er búin að kaupa varning líka eftir Kanye og beið eftir honum í sirka þrjá klukkutíma í Boston fyrir Saint Pablo-tónleika sem við kærastinn minn fórum á.“ Guðmundur Ragnarsson, kærasti Sigríðar, mætti einmitt líka í röðina, nema þau biðu fyrir utan sitthvort útibúið af Húrra. Hann mætti á svipuðum tíma og Sigríður og þurfti því ekki að bíða jafn lengi og sumir, en líkt og Aron þurfti hann að sætta sig við aðra stærð en þá sem hann venjulega notar. „Ég beið í sirka 25-30 mínútur í röð eftir að komast inn. Ég var mjög heppinn að fá stærð sem nokkurn veginn passar á mig,“ segir Guðmundur sem tekur það fram að hann ætli að sjálfsögðu að ganga í skónum. Aðspurður hvers vegna hann hafi verið til í að standa í röð eftir djásninu stendur ekki á svörum: „Ég hef mikla ástríðu fyrir „sneakers“ og myndi aldrei missa af Yeezy droppi!“Guðmundur Ragnarsson myndi aldrei missa af Yeezy droppi.Vísir/Eyþór Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“ Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan. 18. febrúar 2016 14:24 Strigaskórinn ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa Sneaker-menningin virðist loksins hafa numið land á Íslandi ef eitthvað er að marka röðina sem myndaðist nú á dögunum í tengslum við sölu tískuverslunar á skóm hönnuðum af Kanye West. Fréttablaðið ákvað að skoða fyrirbærið og ræddi við tvo málsmetandi einstaklinga í þessum geira 24. mars 2016 12:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Aftur beið fólk spennt eftir nýjustu skónum í Yeezy Boost línu Kanye West, en fyrir utan bæði karla- og kvennabúð Húrra Reykjavík mynduðust langar raðir um helgina. Einhverjir biðu heila nótt. Aron Kristinn Jónasson var einn af þeim sem mættu snemma í röðina á laugardagsmorgun. „Ég vaknaði klukkan 6.45, klæddi mig vel og var mættur í kringum 7.00. Röðin var þá að inngangi Kirkjuhússins á móti Spúútnik á Laugavegi. Ég beið í fimm tíma til að komast inn í búðina en það var fínt veður svo þetta leið hratt. Það voru alveg einhverjir gaurar sem biðu í 16 tíma sem mér finnst persónulega of mikið fyrir skópar,“ segir Aron, en aðspurður að því hvort hann ætli sér að selja skóna sína, eins og sumir hafi verið að gera segir hann að „skór [séu] til að nota“. Aron náði þó ekki sinni stærð en lét það ekki stoppa sig.Aron Kristinn Jónasson mætti snemma.Vísir/Eyþór„Með svona „limited“ skó þá vinnur maður bara með það sem er í boði, ég nota t.d. stærð 44 venjulega en fékk skóna í 422/3. Tók bara innleggið úr og tróð mér í þá. Hefði sennilega notað allt frá 42-451/3. 5 klukkutímar fyrir par af Yeezy er „no brainer“. Þægilegir svartir skór sem auðvelt er að nota við hvaða föt sem er.“Sigríður Margrét beið nú ekki lengi en þetta var ekki hennar fyrsta biðröð eftir Kanye West-tengdum vörum.Vísir/EyþórSigríður Margrét var heppin og beið ekki lengi í röðinni en henni finnst samt ekkert tilökumál að bíða í nokkra klukkutíma eftir varningi tengdum Kanye West enda safnari. „Ég mætti sirka klukkan 11.00 og beið í svona 20-30 mínútur í röð. Ég ætla að eiga skóna og ég myndi aldrei tíma að selja þá. Ég er mikill aðdáandi Kanye West og finnst skórnir sjálfir mjög flottir. Mér finnst líka gaman að safna – er búin að kaupa varning líka eftir Kanye og beið eftir honum í sirka þrjá klukkutíma í Boston fyrir Saint Pablo-tónleika sem við kærastinn minn fórum á.“ Guðmundur Ragnarsson, kærasti Sigríðar, mætti einmitt líka í röðina, nema þau biðu fyrir utan sitthvort útibúið af Húrra. Hann mætti á svipuðum tíma og Sigríður og þurfti því ekki að bíða jafn lengi og sumir, en líkt og Aron þurfti hann að sætta sig við aðra stærð en þá sem hann venjulega notar. „Ég beið í sirka 25-30 mínútur í röð eftir að komast inn. Ég var mjög heppinn að fá stærð sem nokkurn veginn passar á mig,“ segir Guðmundur sem tekur það fram að hann ætli að sjálfsögðu að ganga í skónum. Aðspurður hvers vegna hann hafi verið til í að standa í röð eftir djásninu stendur ekki á svörum: „Ég hef mikla ástríðu fyrir „sneakers“ og myndi aldrei missa af Yeezy droppi!“Guðmundur Ragnarsson myndi aldrei missa af Yeezy droppi.Vísir/Eyþór
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“ Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan. 18. febrúar 2016 14:24 Strigaskórinn ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa Sneaker-menningin virðist loksins hafa numið land á Íslandi ef eitthvað er að marka röðina sem myndaðist nú á dögunum í tengslum við sölu tískuverslunar á skóm hönnuðum af Kanye West. Fréttablaðið ákvað að skoða fyrirbærið og ræddi við tvo málsmetandi einstaklinga í þessum geira 24. mars 2016 12:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30
Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“ Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan. 18. febrúar 2016 14:24
Strigaskórinn ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa Sneaker-menningin virðist loksins hafa numið land á Íslandi ef eitthvað er að marka röðina sem myndaðist nú á dögunum í tengslum við sölu tískuverslunar á skóm hönnuðum af Kanye West. Fréttablaðið ákvað að skoða fyrirbærið og ræddi við tvo málsmetandi einstaklinga í þessum geira 24. mars 2016 12:00