Harpa Þórsdóttir nýr safnstjóri Listasafns Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 16:30 Harpa Þórsdóttir. Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, mennta-og menningarmálaráðherra, hefur skipað Hörpu Þórsdóttur í embætti safnstjóra Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars 2017. Harpa Þórsdóttir er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við Sorbonne háskólann í París og lauk þaðan Maí'trise-prófi í listasögu árið 1998. Hún starfaði við safna- og fornleifafræðideild Bouloqne-sur-Mer borgar og sem verkefnisstjóri í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 er hún var ráðin deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands. Harpa hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands síðan haustið 2008. Á liðnu ári lauk hún sérhæfðu námi fyrir stjórnendur safna á vegum Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Valnefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis mat Hörpu Þórsdóttur hæfasta til að gegna embætti safnstjóra Listasafns Íslands og í umsögn hennar til ráðherra segir meðal annars: „... Harpa hefur náð miklum árangri sem forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en þar hefur hún starfað í tæp níu ár. Þar áður starfaði hún um sex ára tímabil hjá Listasafni Íslands sem deildarstjóri sýningadeildar. Þar öðlaðist hún yfirgripsmikla þekkingu á formgerð, hlutverki og starfsumhverfi safnsins.“ Umsækjendur um embætti safnstjóra Listasafns Íslands voru 20, átta karlar og tólf konur.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning