Var alltaf að leika fyrir bangsana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2017 09:30 „Ég gapi alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð,“ segir Gói. Vísir/Stefán Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira