Rýnir í íslensk örnefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 09:15 Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Þegar Þórhallur Vilmundarson prófessor fór að skoða íslensk örnefni þá sá hann augljósar skýringar þeirra í náttúrunni, sem í heimildum eins og Landnámu eru útskýrð útfrá persónum eða atburðum. Þetta ætla ég að rifja upp og nefna dæmi,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um efni fyrirlesturs sem hann heldur í Odda í dag klukkan 13.15. Hann kveðst hafa nýútkomna bók Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, Landám Íslands, til hliðsjónar. „Bók Gunnars minnir á hvað það breytti miklu í viðhorfi til fornra fræða að Þórhallur kom fram með sína náttúrunafnakenningu í kringum 1970. Á þeim tíma tóku menn almennt mark á Landnámabók sem nokkuð trúverðugri heimild, jafnvel í smáatriðum, þó túlkun á Íslendingasögunum hefði breyst. En þar er mikið um örnefni og skýringar á tildrögum þeirra sem Þórhallur Vilmundarson hafnaði í stórum stíl.“ Örnefnið Kambsnes við Hvammsfjörð er dæmi um misræmi milli Landnámu og kenninga Þórhalls, að sögn Helga Skúla. „Landnáma telur að Kambsnes heiti svo af því að Auður djúpúðga hafi týnt kömbum sínum þar þegar hún var að nema land. En Þórhallur bendir á að klettakambur liggi eftir nesinu sem það dragi nokkuð augljóslega nafn sitt af. Svona gengur hann á röðina.“ Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. „Það blasir við að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áður en farið var að skrifa fornritin, hefur verið tilhneiging til að túlka örnefnin þannig að þau tengdust atburðum eða mannanöfnum. Að Öxará heiti svo af því einhver týndi öxinni sinni þar og Dýrafjörður af því landnámsmaðurinn þar hafi fengið viðurnefnið dýri. Sama er að segja um Tálknafjörð, í Landnámu er gert ráð fyrir að landnámsmaðurinn hafi heitið Tálkni en þar er fjall með því nafni sem lítur út eins og tálkn í fiski eða skíði í hval og skíðin hétu tálkn í gamla daga.“ Spurður hvort hann ætli bregða upp myndum máli sínu til stuðnings svarar Helgi Skúli. „Nei, ég verð eftirbátur Þórhalls því það var óvenjulegt hversu fyrirlestrar hans voru mikið myndstuddir en ég feta ekki í fótspor meistarans.“ Fyrirlesturinn er í stofu 106 í Odda, húsi HÍ, og hefst klukkan 13.15. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Þegar Þórhallur Vilmundarson prófessor fór að skoða íslensk örnefni þá sá hann augljósar skýringar þeirra í náttúrunni, sem í heimildum eins og Landnámu eru útskýrð útfrá persónum eða atburðum. Þetta ætla ég að rifja upp og nefna dæmi,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um efni fyrirlesturs sem hann heldur í Odda í dag klukkan 13.15. Hann kveðst hafa nýútkomna bók Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, Landám Íslands, til hliðsjónar. „Bók Gunnars minnir á hvað það breytti miklu í viðhorfi til fornra fræða að Þórhallur kom fram með sína náttúrunafnakenningu í kringum 1970. Á þeim tíma tóku menn almennt mark á Landnámabók sem nokkuð trúverðugri heimild, jafnvel í smáatriðum, þó túlkun á Íslendingasögunum hefði breyst. En þar er mikið um örnefni og skýringar á tildrögum þeirra sem Þórhallur Vilmundarson hafnaði í stórum stíl.“ Örnefnið Kambsnes við Hvammsfjörð er dæmi um misræmi milli Landnámu og kenninga Þórhalls, að sögn Helga Skúla. „Landnáma telur að Kambsnes heiti svo af því að Auður djúpúðga hafi týnt kömbum sínum þar þegar hún var að nema land. En Þórhallur bendir á að klettakambur liggi eftir nesinu sem það dragi nokkuð augljóslega nafn sitt af. Svona gengur hann á röðina.“ Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. „Það blasir við að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áður en farið var að skrifa fornritin, hefur verið tilhneiging til að túlka örnefnin þannig að þau tengdust atburðum eða mannanöfnum. Að Öxará heiti svo af því einhver týndi öxinni sinni þar og Dýrafjörður af því landnámsmaðurinn þar hafi fengið viðurnefnið dýri. Sama er að segja um Tálknafjörð, í Landnámu er gert ráð fyrir að landnámsmaðurinn hafi heitið Tálkni en þar er fjall með því nafni sem lítur út eins og tálkn í fiski eða skíði í hval og skíðin hétu tálkn í gamla daga.“ Spurður hvort hann ætli bregða upp myndum máli sínu til stuðnings svarar Helgi Skúli. „Nei, ég verð eftirbátur Þórhalls því það var óvenjulegt hversu fyrirlestrar hans voru mikið myndstuddir en ég feta ekki í fótspor meistarans.“ Fyrirlesturinn er í stofu 106 í Odda, húsi HÍ, og hefst klukkan 13.15.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira