Eigendur B5 endurvekja Hverfisbarinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 16:03 Ekki verður reynt að endurvekja stemningu gamla Hverfis, segir Þórhallur Viðarsson, rekstrarstjóri Hverfisbarsins. vísir/vilhelm Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs annað kvöld. Ásýnd staðarins verður þó allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust. Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins, að sögn Þórhalls Viðarssonar, rekstrarstjóra nýs Hverfisbars.„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður."vísir/vilhelm„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður. Við ætlum að leggja mikla áherslu á bjór og gin, erum með fjórtán bjóra á dælu og yfir fimmtíu tegundir í gleri,“ segir Þórhallur í samtali við Vísi. Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson. B5 hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum en félagið, Bankastræti 5 ehf, greiddi eiganda sínum alls 57 milljónir króna í arð í fyrra, líkt og greint var frá á Vísi á þeim tíma. Þórhallur segir að hugmyndin að nýjum Hverfisbar hafi kviknað fyrir rúmlega ári síðan en að þá hafi staðið til að opna veitingastað í húsnæðinu.Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er annar eiganda Hverfisbarsins.vísir„Þetta hefur breyst mjög ört hjá okkur og hefur verið ansi langt ferli. En þetta var niðurstaðan; að breyta húsnæðinu og opna glæsilegan bar,“ segir Þórhallur. „Við höfum breytt rosalega miklu. Það voru áður tvær hæðir en við ákváðum að skera í burtu að hluta efri hæðina og hafa staðinn þá frekar opnari og með meiri lofthæð,“ bætir hann við en segist ekki vilja greina frá kostnaði við framkvæmdirnar.Sóknarfæri í breyttu umhverfi við Hverfisgötu Fjöldinn allur af skemmistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði. Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkurt skeið og er til að mynda búið að endurnýja allt yfirborð götu og gangstétta. Hótel og veitingastaðir hafa verið opnaðir samhliða þessum breytingum og þar af leiðandi hefur talsvert líf færst yfir götuna. Þórhallur segist því hafa séð ákveðið sóknarfæri í þessu betrumbætta umhverfi.Boðið verður upp á fjórtán tegundir af bjór á dælu.vísir/vilhelm„Það hafa margir reynt að halda úti rekstri þarna, en í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að skipt hefur verið um nafn og nýr límmiði settur í gluggann. Staðurinn var ekki í góðu ástandi þegar við tókum við honum og við höfum lagt mikla vinnu í að laga hann,“ segir Þórhallur. „Núna er búið að bæta bæði Hverfisgötuna og Smiðjustíginn, og þetta er í raun allt orðið hið flottasta. Hverfisgatan fór úr því að vera ein sóðalegasta gata borgarinnar í líklega þá flottustu og snyrtilegustu, þannig að við efumst ekki um að fólk komi til okkar.“ Formleg opnun verður á morgun en nánari upplýsingar um hana eru að finna á Facebook-síðu staðarins.Staðurinn verður stærri og opnari, að sögn Þórhalls.vísir/ Íslenskur bjór Tengdar fréttir B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Nýr Hverfisbar verður opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs annað kvöld. Ásýnd staðarins verður þó allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust. Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins, að sögn Þórhalls Viðarssonar, rekstrarstjóra nýs Hverfisbars.„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður."vísir/vilhelm„Þetta verður bar og lítið tónleikavenue, en ekki skemmtistaður eins og áður. Við ætlum að leggja mikla áherslu á bjór og gin, erum með fjórtán bjóra á dælu og yfir fimmtíu tegundir í gleri,“ segir Þórhallur í samtali við Vísi. Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson. B5 hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum en félagið, Bankastræti 5 ehf, greiddi eiganda sínum alls 57 milljónir króna í arð í fyrra, líkt og greint var frá á Vísi á þeim tíma. Þórhallur segir að hugmyndin að nýjum Hverfisbar hafi kviknað fyrir rúmlega ári síðan en að þá hafi staðið til að opna veitingastað í húsnæðinu.Andri Sigþórsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er annar eiganda Hverfisbarsins.vísir„Þetta hefur breyst mjög ört hjá okkur og hefur verið ansi langt ferli. En þetta var niðurstaðan; að breyta húsnæðinu og opna glæsilegan bar,“ segir Þórhallur. „Við höfum breytt rosalega miklu. Það voru áður tvær hæðir en við ákváðum að skera í burtu að hluta efri hæðina og hafa staðinn þá frekar opnari og með meiri lofthæð,“ bætir hann við en segist ekki vilja greina frá kostnaði við framkvæmdirnar.Sóknarfæri í breyttu umhverfi við Hverfisgötu Fjöldinn allur af skemmistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði. Breytingar á Hverfisgötu hafa verið í gangi um nokkurt skeið og er til að mynda búið að endurnýja allt yfirborð götu og gangstétta. Hótel og veitingastaðir hafa verið opnaðir samhliða þessum breytingum og þar af leiðandi hefur talsvert líf færst yfir götuna. Þórhallur segist því hafa séð ákveðið sóknarfæri í þessu betrumbætta umhverfi.Boðið verður upp á fjórtán tegundir af bjór á dælu.vísir/vilhelm„Það hafa margir reynt að halda úti rekstri þarna, en í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að skipt hefur verið um nafn og nýr límmiði settur í gluggann. Staðurinn var ekki í góðu ástandi þegar við tókum við honum og við höfum lagt mikla vinnu í að laga hann,“ segir Þórhallur. „Núna er búið að bæta bæði Hverfisgötuna og Smiðjustíginn, og þetta er í raun allt orðið hið flottasta. Hverfisgatan fór úr því að vera ein sóðalegasta gata borgarinnar í líklega þá flottustu og snyrtilegustu, þannig að við efumst ekki um að fólk komi til okkar.“ Formleg opnun verður á morgun en nánari upplýsingar um hana eru að finna á Facebook-síðu staðarins.Staðurinn verður stærri og opnari, að sögn Þórhalls.vísir/
Íslenskur bjór Tengdar fréttir B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30 Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45 Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
B5 malar gull: Eigendurnir fá 57 milljónir í arð Skemmtistaðurinn B5 skilar milljónahagnaði. 29. júlí 2016 11:30
Kalla á allt gamla Hverfisliðið Aðdáendur Hverfisbarsins geta reimað á sig dansskóna á ný á föstudag. 5. mars 2015 11:45
Hverfisbarinn breytist í Bankann „Við erum búnir að taka þetta allt í gegn og við ætlum að rífa þennan stað upp og gera hann vinsælan,“ segir Mikael Nikulásson veitingamaður. Skemmtistaðurinn Bankinn verður opnaður um helgina þar sem Hverfisbarinn stóð áður, á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Mikael segir að búið sé að taka staðinn í gegn. 17. desember 2010 11:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur