Lækkun hlutabréfa Tesla vegna vantrúar á framleiðslugetu Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 10:27 Tesla Model 3. Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent