Lækkun hlutabréfa Tesla vegna vantrúar á framleiðslugetu Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2017 10:27 Tesla Model 3. Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Hlutabréf í rafmagnsbílaframleiðandanumTesla féllu um ríflega 4% í gær eftir að Goldman Sachs Group merkti hlutabréf Tesla með rauðu sökum vantrúar á því að áætlanir Tesla um framleiðslu á nýja bílnum Model 3 muni standa. Kemur þessi lækkun í kjölfar 5,6% lækkunar í síðustu viku þar sem margir efuðust um ágæti uppgjörs Tesla á síðasta ársfjórðungi liðin árs. Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem áætlanir Tesla stæðust ekki og í raun væru meiri fréttir fólgnar í því að áætlanir Tesla stæðust, það gera þær nær aldrei. Verð hlutabréfa Tesla er samt sem áður hátt, eða 246,23 dollarar á hvern hlut og svo virðist sem fjárfestar hafi enn nokkra trú á framtíðaráformum fyrirtækisins. Þeir hjá Goldman Sachs Group vænta þess einnig að Tesla muni þurfa að sækja meira fjármagn til fjárfesta áður en árið er á enda þar sem fyrirtækið brennir svo hratt upp eigin fé.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent