Framtíð Peugeot í Genf Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2017 15:24 Markar framtíðina hjá Peugeot, en vonandi útlitslega líka. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Peugeot býr til gullfallegan tilraunabíl sem svo fer aldrei í framleiðslu. Í gegnum tíðina hefur Peugoet einmitt sprautað út hverjum gullmolanum á fætur öðrum í formi tilraunabíla sem annaðhvort stendur aldrei til að framleiða, eins og í þessu tilviki, eða rata aldrei í framleiðslu nema með mjög breyttu sniði. Þessi bíll Peugeot mun standa á pöllunum í Genf þegar bílasýningin þar opnar í næstu viku, en með þessum bíl er Peugeot mestmegnis að sýna framtíðartækni sína, ekki síst hvað varðar sjálfkeyrandi búnað. Bíllinn sjálfur var hannaður með lágan vindstuðul í huga og hann á að kljúfa loftið vel og eyða fyrir vikið litlu. Þessi bíll er með 300 hestafla tvinnaflrás og enga hliðarspegla þar sem myndavélar innanborðs sjá fyrir útsýninu aftur fyrir bílinn. Hurðir bílsins opnast í sitthvora áttina og enginn póstur þar á milli og aðgengi inn í bílinn frábært. Í ljóskúplum bílsins eru einnig myndavélar sem senda upplýsingar til öryggiskerfis bílsins sem bregðast við aðsteðjandi hættu ef ökumaður gerir það ekki. Svo til engir takkar eru í mælaborði hans og flestu stjórnað frá 9,7 tommu aðgerðaskjá. Þessi tilhögun mælaborðsins á að marka framtíðarútlit Peugeot bíla. Sæti bílsins eru fjölstillanleg og bjóða uppá æði fjölbreytta sætisskipan. Raddtýrðar skipanir leyfa ökumanni að stjórna bílnum að miklu leiti með rödd ökumanns.Ekki verður aðgengið inní bíl betra en þetta.Framúrstefnulegt innanrými tilraunabílsins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Peugeot býr til gullfallegan tilraunabíl sem svo fer aldrei í framleiðslu. Í gegnum tíðina hefur Peugoet einmitt sprautað út hverjum gullmolanum á fætur öðrum í formi tilraunabíla sem annaðhvort stendur aldrei til að framleiða, eins og í þessu tilviki, eða rata aldrei í framleiðslu nema með mjög breyttu sniði. Þessi bíll Peugeot mun standa á pöllunum í Genf þegar bílasýningin þar opnar í næstu viku, en með þessum bíl er Peugeot mestmegnis að sýna framtíðartækni sína, ekki síst hvað varðar sjálfkeyrandi búnað. Bíllinn sjálfur var hannaður með lágan vindstuðul í huga og hann á að kljúfa loftið vel og eyða fyrir vikið litlu. Þessi bíll er með 300 hestafla tvinnaflrás og enga hliðarspegla þar sem myndavélar innanborðs sjá fyrir útsýninu aftur fyrir bílinn. Hurðir bílsins opnast í sitthvora áttina og enginn póstur þar á milli og aðgengi inn í bílinn frábært. Í ljóskúplum bílsins eru einnig myndavélar sem senda upplýsingar til öryggiskerfis bílsins sem bregðast við aðsteðjandi hættu ef ökumaður gerir það ekki. Svo til engir takkar eru í mælaborði hans og flestu stjórnað frá 9,7 tommu aðgerðaskjá. Þessi tilhögun mælaborðsins á að marka framtíðarútlit Peugeot bíla. Sæti bílsins eru fjölstillanleg og bjóða uppá æði fjölbreytta sætisskipan. Raddtýrðar skipanir leyfa ökumanni að stjórna bílnum að miklu leiti með rödd ökumanns.Ekki verður aðgengið inní bíl betra en þetta.Framúrstefnulegt innanrými tilraunabílsins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent