Verðlaunahafar Eddunnar 2017: Hjartasteinn með flest verðlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 22:35 Nína Dögg fékk meðal annars verðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini. Vísir/Hanna Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971. Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971.
Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira