Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 12:19 Ef þú ert fastur þá hringir þú í Villa Goða og hann kemur og bjargar málunum. Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“ Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira