Top Gear stikla – Magnaðir bílar Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 11:15 Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Nú fer að styttast í 24. sýningarár Top Gear bílaþáttanna og nýir menn við stjórnvölinn. Grínið er aldrei langt undan en þó sakna margir þríeykisins sem áður stjórnuðu þáttunum, þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Það eru þeir Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid sem skemmta áhorfendum nú og víst er þeir hafa til umráða ómælt magn hrikalegra sportbíla sem teknir eru til kostanna í þessari nýju þáttaröð. Meðal þeirra eru Bugatti Chiron í gulllit, Ferrari FXX K, Lamborghini Huracan Spyder og Aston Martin DB11. Af stiklunni hér að ofan að dæma er ekkert til sparað við vinnslu þáttanna nú, sem fyrr. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi þáttaröð mun auka áhorfið aftur á Top Gear, en áhorfið hrundi mikið eftir að þríeykið fræga hætti. Metnaðarfullt verkefni hjá nýja þríeykinu, þeim Matt Blanc, Chris Harris og Rory Reid. Sýningar nýju Top Gear þáttanna hefjast þann 5. mars í Bretlandi og þann 12. mars í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent