Lífið

Þessi taka þátt í fyrra undan­úr­slita­kvöldinu í Söngva­keppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábærir listamenn sem koma fram á morgun.
Frábærir listamenn sem koma fram á morgun.
Fyrra undanúrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Sex atriði taka þátt og komast þrjú þeirra áfram í úrslitakvöldið.

Seinni undanúrslitakvöldið fer síðan fram 4. mars. Úrslitakvöldið verður haldið með pomp og prakt í Laugardalshöll 11. mars. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV.

Sigurlag Söngvakeppninnar verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu dagana 9., 11. og 13. maí.

Lögin verða flutt á íslensku í undanúrslitum. Þau þrjú lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort undankvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa sex lög til úrslita í Söngvakeppninni í Laugardalshöll 11. mars.

Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt annað kvöld.

Lagaröð og símanúmer:

Bammbaramm (900 99 01)

Flytjandi: Hildur

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir

Skuggamynd (900 99 02)

Flytjandi og lag: Erna Mist Pétursdóttir

Texti: Guðbjörg Magnúsdóttir

Til mín  (900 99 03)

Flytjendur: Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson

Lag og texti: Hólmfríður Samúelsdóttir

Heim til þín  (900 99 04)

Flytjandi: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir

Lag: Júlí Heiðar Halldórsson

Texti: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Mér við hlið  (900 99 05)

Flytjandi: Rúnar Eff

Lag og texti: Rúnar Eff

Nótt  (900 99 06)

Flytjandi: Aron Hannes

Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Texti: Ágúst Ibsen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×