Hulunni svipt af nýjum Audi Q5 Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 09:00 Laglegur á velli nýr Audi Q5. Laugardaginn 25. febrúar frumsýnir HEKLA nýja kynslóð Audi Q5. Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn út um allan heim. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er einn farsælasti bíll Audi. 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni að slá í gegn. „Eftirspurnin eftir nýjum Q5 hefur verið mikil enda um einn vinsælasta bíl Audi að sem var sá mesti seldi í sínum flokki sex ár í röð. Nýja kynslóðin er mikið uppfærð og gefið í hvað varðar tækni, hönnun og þægindi svo spennan er mikil,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Audi. Það var mikil pressa á sérfræðingum Audi að toppa þessa uppskrift að árangri en það virðist hafa tekist. Eftir stranga þjálfun í æfingabúðum lítur nýr Q5 dagsins ljós. Hann er stærri á flesta kanta og plássið hefur aukist en þó er hann allt að 90 kílóum léttari, þökk sé skynsamlegu efnavali í yfirbyggingunni og hugvitsamlegum tæknilausnum. Nýr Q5 er stútfullur af framsæknum tækninýjungum á borð við nýja skynvædda loftfjöðrun og kraftmeiri vélar og einn af hápunktum nýju kynslóðarinnar er nýtt quattro-aldrif með forspárgetu. Drifið aðlagar togdreifinguna að aksturslaginu. Það aftengir afturdrifið þegar við á og minnkar eldsneytiseyðslu og sér fyrir þörfina á aldrifi þegar gefið er vel inn eða knappar beygjur eru framundan. Sparneytnin er í fyrirrúmi og enginn greinanlegur munur er á togkrafti og aksturseiginleikum í samanburði við sítengd kerfi. Það er hvergi gefið eftir í þægindum og hönnun nýju kynslóðarinnar. Q5 býr yfir ríkulegu plássi fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 l. Ef hendur eru fullar kemur snertilaus opnun á skotti sér vel. Nýr Q5 er sportlegur og vekur eftirtekt. Sérhvert smáatriði í endurspeglar séreinkenni Q-hönnunarinnar. Þetta gildir meðal annars um sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana og mjóa gluggalínuna. Endurhönnun þaksins hefur lága loftmótstöðu sem gerir það að verkum að vindmótsstuðullinn er aðeins 0.30 Cd í útfærslum með fjögurra sílindra vélar. Framfarirnar í nýrri kynslóð eru einnig augsýnilegar á stafrænu Audi virtual mælaborðinu með 12,3 tommu háskerpuskjá sem sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði er fjöldi upplýsinga- og afþreyingakerfa ásamt úrvali tengimöguleika og aðstoðarkerfa. Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0 TDI, 286 hestafla 3.0 TDI og 252 hestafla 2.0 TFSI. Afl vélanna hefur aukist um 10%, eða allt að 27 hestöfl, en eldsneytiseyðsla hefur minnkað. Það tekur nýjan Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Nýr Audi Q5 verður frumsýndur næstkomandi laugardag hjá HEKLU Laugavegi 170-174 milli 12.00 og 16.00. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent
Laugardaginn 25. febrúar frumsýnir HEKLA nýja kynslóð Audi Q5. Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn út um allan heim. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er einn farsælasti bíll Audi. 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni að slá í gegn. „Eftirspurnin eftir nýjum Q5 hefur verið mikil enda um einn vinsælasta bíl Audi að sem var sá mesti seldi í sínum flokki sex ár í röð. Nýja kynslóðin er mikið uppfærð og gefið í hvað varðar tækni, hönnun og þægindi svo spennan er mikil,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Audi. Það var mikil pressa á sérfræðingum Audi að toppa þessa uppskrift að árangri en það virðist hafa tekist. Eftir stranga þjálfun í æfingabúðum lítur nýr Q5 dagsins ljós. Hann er stærri á flesta kanta og plássið hefur aukist en þó er hann allt að 90 kílóum léttari, þökk sé skynsamlegu efnavali í yfirbyggingunni og hugvitsamlegum tæknilausnum. Nýr Q5 er stútfullur af framsæknum tækninýjungum á borð við nýja skynvædda loftfjöðrun og kraftmeiri vélar og einn af hápunktum nýju kynslóðarinnar er nýtt quattro-aldrif með forspárgetu. Drifið aðlagar togdreifinguna að aksturslaginu. Það aftengir afturdrifið þegar við á og minnkar eldsneytiseyðslu og sér fyrir þörfina á aldrifi þegar gefið er vel inn eða knappar beygjur eru framundan. Sparneytnin er í fyrirrúmi og enginn greinanlegur munur er á togkrafti og aksturseiginleikum í samanburði við sítengd kerfi. Það er hvergi gefið eftir í þægindum og hönnun nýju kynslóðarinnar. Q5 býr yfir ríkulegu plássi fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 l. Ef hendur eru fullar kemur snertilaus opnun á skotti sér vel. Nýr Q5 er sportlegur og vekur eftirtekt. Sérhvert smáatriði í endurspeglar séreinkenni Q-hönnunarinnar. Þetta gildir meðal annars um sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana og mjóa gluggalínuna. Endurhönnun þaksins hefur lága loftmótstöðu sem gerir það að verkum að vindmótsstuðullinn er aðeins 0.30 Cd í útfærslum með fjögurra sílindra vélar. Framfarirnar í nýrri kynslóð eru einnig augsýnilegar á stafrænu Audi virtual mælaborðinu með 12,3 tommu háskerpuskjá sem sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði er fjöldi upplýsinga- og afþreyingakerfa ásamt úrvali tengimöguleika og aðstoðarkerfa. Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0 TDI, 286 hestafla 3.0 TDI og 252 hestafla 2.0 TFSI. Afl vélanna hefur aukist um 10%, eða allt að 27 hestöfl, en eldsneytiseyðsla hefur minnkað. Það tekur nýjan Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Nýr Audi Q5 verður frumsýndur næstkomandi laugardag hjá HEKLU Laugavegi 170-174 milli 12.00 og 16.00.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent